Stjórnvaldsoffar Reykjavíkurborgar í skólamálum, staðfest í ráðuneytinu.

Því ber að fagna að menntamálaráðuneytið komi inn í það stjórnvaldsoffar sem Reykjavíkurborg hefur iðkað varðandi ferli breytinga í skólamálum í borginni, sem er með ólíkindum.

Við skyldum aldrei gleyma því að hér er um börn að ræða, og samráð við foreldra þeirra hlýtur að vera grunnforsenda breytinga á skólaumhverfi þeirra.

Eðlilega þarf að vinna að hvers konar breytingum á löngum tíma í stað þess offars sem hér hefur verið um að ræða.

Unglingar eru nefnilega líka börn til 18 ára aldurs og umrót á þessum árum er sannarlega ekki til bóta undir nokkrum einustu kringumstæðum, hvað þá í aðstæðum þegar eitt þjóðfélag hefur tekið niðursveiflu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ráðuneytið gagnrýnir sameininguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekki laust við að það hvafli að mér sú hugsun hvort það sé verið að taka valdið af foreldrum yfir börnum sínum vegna þess að það er ekkert samráð og engin sparnaður í þessu og ef maður hefur það í huga líka að Velferðaráðherra var tilbúin að samþykkja að hjúkrunafræðingar fengu jafnvel að láta 11 ára stúlkubörn á getnaðarvarnapilluna án vitundar foreldra...

Hvorki Borgarstjórn eða stjóri og hvað þá Ríkisstjórn eru í takt við það sem er að gerast í samfélaginu það er á hreinu vegna þess að það er engin sparnaður í þessum sameiningum heldur mikil peningarútlát vegna uppsagnar og launa sem þarf að greiða vegna þessa og svo ráðningar á nýju fólki...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.4.2012 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband