HVAR er stefna SF og VG í fiskveiðistjórninni ?

Hvorki Steingrímur J.Sigfússon né Ingibjörg S. Gísladóttir formenn svonefndra vinstri flokka hafa látið svo lítið að hafa komið fram með stefnu af hálfu sinna flokka um fiskveiðistjórn hér við land, þótt sú stjórn skipti ef til vill hvað mestu máli um umhverfisvernd og þjóðarhag til langtíma litið. Reyndar vildi Ingibjörg sátt um kerfið eins og það er, ef marka má ferð hennar á fund LÍÚ,en Steingrímur hefur ekkert komist í annað en gaspur á móti vatnsaflsvirkjunum og nú nýlega femínisma að mig minnir. Þetta er mjög slæmt mál að tveir stjórnmálaflokkar komist upp með það að þegja þunnu hljóði um mál sem varðar ekki aðeins Íslendinga heldur fjölda annarra íbúa veraldar miklu sem er umgegni manna um Norður Atlantshaf og aðferðir þar á bæ af hálfu okkar Íslendinga.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Við höfum ágæta stefnu í fiskveiðistjórnun (takmarkaðar veiðar) en alltaf má sjá eitthvað sem betur má fara. Það er annað mál og er alltaf í enduskoðun.

Frjálslyndi flokkurinn verður að finna sér verðugra kosningamál.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 14.2.2007 kl. 02:37

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

ég held að núverandi fiskveiðistjórnun snúist að litlu leiti um takmarkaðar veiðar,en það  hentar kanskí þeim sem trúa þvi.vonandi verða sjávarútvegsmálin kostningamálín i vor,ekki veitír af.kv.

Georg Eiður Arnarson, 14.2.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

ég held að núverandi fiskveiðistjórnun snúist að litlu leiti um takmarkaðar veiðar,en það  hentar kanskí þeim sem trúa þvi.vonandi verða sjávarútvegsmálin kostningamálín i vor,ekki veitír af.kv.

Georg Eiður Arnarson, 14.2.2007 kl. 09:52

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Verðugra kosningamál en stjórnun fiskveiða á Íslandi er ekki til.

Takmarkaðar veiðar við hvað ? Gerð veiðafæra ? Kvótaeign einstakra útgerða ?

Það er hægt að telja frá eitt og upp í eitt hundrað hvað varðar galla á núverandi stjórnkerfi fiskveiða frá upphafi kvótakerfisins en það atriði að svipta menn atvinnufrelsi við fiskveiðar á Íslandi er atriði sem hvoru tveggja þarf og mun þurfa að leiðrétta. Í þau spor fennir ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband