Síðan hvenær urðu áunnin réttindi launþega til ráðstöfunnar fyrir ríkið ?

Mér best vitanlega greiða launþegar í lífeyrissjóði til þess að ávinna sér réttindi til lífeyris, af sínum launum á vinnumarkaði, en þau hin sömu réttindi eru meðal annars hluti af kjarasamningum á vinnumarkaði.

Almannatryggingakerfi er eitt, áunnunin réttindi launamanna annað og það atriði að stjórnmálamenn hyggist blanda þessu tvennu saman, að hentugleikum eftir hvar þeir hinir sömu er staðsettir, í þessu tilviki Ögmundar sem er nú ráðherra en áður forystumaður í Verkalýðsfélagi, er fáránlegt í einu orði sagt.

Lögbundinn innheimta í sjóði launamanna er fyrst og síðast fjármunir þeirra hinna sömu en ekki hins opinbera til þess að valsa með fram eða til baka í fjárfestingum fyrir ríkið og eðlilegast væri að Seðlabankinn sæi um sjóðina.

Skylda hins opinbera er hins vegar að sjá til þess að sjóðir þessi gæti fjármagnsins sem þeir hinir sömu hafa gefið sig út fyrir að viðhafa, en hefur farið forgörðum í ævintýraloftbóluleikfimi markaðshyggjuþokumóðunnar sem grúfði yfir Íslandi um tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ögmundur: Minnkum sjóðshluta lífeyriskerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband