Til hamingju með daginn íslenskar konur.

Það er konudagurinn í dag og eiginmenn færa sínum konum blóm eða gera eitthvað annað til þess að gleðja þær og það er fallegt og endurspeglar kærleik.

Á þessum degi rétt eins og mæðradeginum verður oft til í mínum huga vangavelta um hlutverk konunnar og stöðu hennar í íslensku samfélagi.

Hefur kvennabaráttan skilað konum jafnstöðu til launa á íslenskum vinnumarkaði og ef ekki þá hvers vegna ?

Hefur kvennabaráttan skilað konum auknum tíma til þess að ala upp sín börn eða er sá tími sem konan ver á vinnumarkaði kanski aldrei lengri ?

Er þar um að ræða frelsi konunnar ?

Er frelsi konunnar í því fólgið að nefndir og ráð og jafnvel heilu stofnanirnar séu nú komnar á fót til þess að kyngreina ráðningar í störf á vinnumarkaði ?

Ég efa það mjög að við séum á réttri leið varðandi það atriði að reyna að stjórna " jafnrétti kynja " ofan frá með afar kostnaðarsömu móti eins og staðan er hér á landi að mínu viti.

Hið góða mál Kvennalistans sáluga þess efnis að lögbinda lágmarkslaun, hefði sennilega þokað miklu ef það hið sama hefði náð fram að ganga á sínum tíma en svo var ekki.

Nú í dag er svo komið að það þarf tvær fyrirvinnur fyrir eitt heimili á vinnumarkaði þar sem ein dugði áður og það er vissulega umhugsunarefni fyrir okkur konur, hvernig það var hægt að gera vinnu okkar utan heimila eins verðlitla og vinnu þá sem sem alla daga er innt af hendi á heimilinu, og lengi var óverðmetin, nokkurn veginn sama hvaða fagstéttir eiga í hlut.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband