Ætla borgaryfirvöld í Reykjavík að vinna að breytingum í skólamálum í andstöðu við íbúa ?

Mér er óskiljanlegt hvernig skólamálayfirvöld í Reykjavík virðast hafa unnið sína vinnu, varðandi framtíðarskipulagsmál skóla í höfuðborginni.

Dettur einhverjum í hug að það sé æskilegt að stækka einingar skólaumhverfis barna á grunnskólaaldri frá því sem er til staðar nú þegar ?

Hvers eiga íbúar að gjalda er festu kaup á lóðum, og íbúðum í hverfi, þar sem hverfisskóli var tilkynnt framtíðarskipulag ?

Þurfa þeir hinir sömu að flytja sig í önnur sveitarfélög til þess að geta verið öruggir um tilvist hverfisskóla barna sinna upp grunnskólaaldur ?

Raunin er sú að þetta mál skiptir flestar fjölskyldur meginmáli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikil reiði vegna sameiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta sameiningarmál heitir "íslenskur hugsunarháttur" eða "hefðir skólayfirvalda" sem er fínna. Skólayfirvöld hafa ALFREI sýnt áhuga á afstöðu foreldra til stærri skipulagsmála i skólakerfinu. Á seinni árum hafa þeir þá verið duglegir í að þykjast hafa áhuga á foreldrum...

Foreldrar eiga að stefna skólayfirvöldum í stórum hópum svo svona mál verði tekin fyrir af dómara. Að ræða við skólayfirvöld um eitthvað sem þeir eru þegar búnir að taka ákvörðun um er bara tímaeyðsla...

Óskar Arnórsson, 2.2.2012 kl. 04:52

2 identicon

Ég bjó nú í Grafarvogi í mörg ár og það er enginn að fara segja mér að það sé langt úr Hamrahverfinu í Foldaskóla.  Þegar ég bjó í Vesturbænum labbaði ég nú lengri leið.  Öðrum tíma þegar ég gat ekki labbað tók ég strætó.  hvað er málið með að foreldrar þurfi að skutla börnum útum allt í dag?

Snorri A (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 08:23

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þúu misskilur alveg um hvað málið snýst Snorri. Þetta er spurning um afstöðu skólayfirvalda til samráðs við foreldra yfirleitt. Ekki hversu langt fólk eða börn geta gengið. Það kemur málinu nákvæmlega ekkert við..

Óskar Arnórsson, 2.2.2012 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband