Það þarf ekki að gagnrýna forseta Alþingis í þessu máli.

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með því argaþrasi sem til staðar er eftir að lýðræðislegur meirihluti Alþingis ákvað að vísa frá frávísun um að mál kæmi á dagskrá þingsins.

Málamyndarsýndarmennska þess efnis að " hrunið verði ekki gert upp " ef fallið verði frá ákæru á fyrrverandi forsætisráðherra, einan er einfaldlega fáránlegur málflutningur í anda meints populisma, þar sem atkvæðagreiðslan um tillögur þingnefndarinnar varð að skrípaleik sem öllum var ljós.

Raunin er sú að forseti þingsins hefur staðið vörð um lýðræðislega meðferð mála þingmanna á þingi og því ber að fagna og hún á heiður skilið í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lýðræðisleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband