Vaðlaheiðargöng.

Það er gefið mál að allir þingmenn kjördæmisins, hvar í flokkum sem standa vilja framkvæmdir í sínu kjördæmi, þannig er það og hefur verið um áraraðir.

Þingmaður hvað sem sá hinn sami heitir og situr í stjórn fyrirtækis um gangagerð á ekkert erindi í umræðu um málið í raun eða réttara sagt ætti ekki að sitja í stjórn fyrirtækis sem stofnað hefur verið um gangagerð þessa.

Það er einfaldlega óðeðilegt og breytir þar engu hvort sá hefur verið samgönguráðherra áður eða ekki.

Ég óska Norðlendingum sannarlega samgöngubóta eins og öðrum landsmönnum og veit að gangagerð gegnum fjallvegi skiptir máli í því sambandi, ég efast hins vegar um að framkvæmdirnar muni skila þeim arði til baka á þeim tíma sem til er ætlast og kemur þar tvennt til sögu.

Í fyrsta lagi eru auknar álögur á almenning í landinu eitthvað sem enn er ekki verðmetið inn í formúlur hvers konar að mínu mati og í öðru lagi eru hækkanir á eldsneyti með því móti að áhrifa mun gæta í enn frekara mæli, og allt spurning um upphæð gjaldtöku versus akstur yfir fjallveg á þeim tíma árs sem það er mögulegt.

Það er Alþingismanna að taka ákvörðun í þessu sambandi og meta og vega óvissuþætti þar að lútandi og ef til vill kemur á móti að atvinnusköpun varðandi framkvæmdir vegi upp það sem hér er nefnt.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Helstu forsendur innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband