Óska landsmönnum árs og friðar.

Ég vona að komandi ár verði ár nýrra atvinnutækifæra því ekkert er bagalegra en atvinnuleysi til langtíma.

Við munum hins vegar þurfa að endurskoða væntingar vorar og sníða hlutum stakk eftir vexti, hvers eðlis sem er í mun ríkara mæli en verið hefur hér á landi.

Það breytir því ekki að við eigum ótal mörg tækifæri til lands og sjávar, til framtiðar litið þar sem hið opinbera hvorki á né má, skattleggja um of til þess að fái þrifist.

Ábyrgð atvinnulífsins er samtímis sú að greiða mannsæmandi laun á vinnumarkaði.

Ég óska landsmönnum árs og friðar og vona að nýja árið færi okkur
fetið fram á veg.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Guðrún María mín.  Já tek undir væntingar um betri atvinnuhorfur á nýju ári. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband