Hin endalausa bankaumræða er eldur í hinn pólítiska arinn.

Núverandi stjórnarherrum hentar einstaklega vel að benda á fyrri stjórnvöld í sambandi við efnahagslegt hrun hér á landi í pólítískum eiginhagsmunatilgangi.

Sömu ráðamenn sjá hins vegar lítið að í Evrópu þótt flestir aðrir komi auga á það hið sama enda með þann tilgang í farteski að koma okkur í bandalag þangað.

Þeir sem aldrei sáu " góðæri " hér á landi, eiga þeir að hoppa út á stræti og mótmæla því að þeir sem upplifðu " góðæri " töpuðu á i efnahagslegri kreppu er varð til ?

Jú vissulega til þess að sýna samstöðu, en.... augnablik, þeir sem bentu á merki þess að hér væri markaðshyggjuþokumóðuþjóðfélag þar sem spilað var Matador allra handa, var eitthvað hlustað á þá ?

Nei ekki meðan góðærið varði, því miður.

Mér kemur það ekki á óvart að hluta þingheims hafi vantað við að skoða málefni skilanefnda, sökum þess bankaumræðan er enn eldsneyti í hinn pólítiska arinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáir þingmenn hafa þekkst boð skilanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband