Er ríkisstjórnin í einhverri baráttu við forseta landsins ?

Hefði ekki verið nær fyrir ráðherra að þakka góða framgöngu forseta í málum er snúa að alþjóðasamskiptum í stað þess að hnýta í forsetaembættið með því móti sem hér er gert ?

Ég tel svo vera, og forsætisráðherra ætti að vera það ljóst að stjórnarathafnir forseta innifela einungis það vald sem er til staðar í stjórnarskrá landsins.

Sé óánægja innan stjórnar með athafnir forseta þá hlýtur sitjandi ríkisstjórn að vera þess umkomin að ræða þau mál við forseta landsins á fundi, en ekki í eldhúsdagsumræðum á Alþingi.

Innbyrðis nöldur millum handhafa valdsins, þarf ekki að koma almenningi fyrir sjónir með þessu móti, og á ekki við á tímum sem þessum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetinn virði stefnu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þvílíkur hroki í einni manneskju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 09:15

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

sammála síðuhöfundi.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.10.2011 kl. 13:19

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið Cesil og Guðrún.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2011 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband