Lýðræðissinnaði Evrópuflokkurinn allra handa ?

Það er ægilegt ef það verður offramboð af lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum vinstra eða hægra megin við miðju sem allir vilja " Lilju kveðið hafa " varðandi lýðræði þjóðar, en þó afsala því við inngöngu í Evrópusambandið.

Ekki er ég komin til með að sjá að þar takist samstaða um eitt eða annað svo sem forystumenn í þeirri vegferð en alla jafna hefjast deilur um keisarans skegg er velja skal þann sem bera á kyndilinn.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir Jóhönnu vera guðmóður nýs flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef þú heldur að þjóðir afsali sér  lýðræði með inngöngu í ESB er þú haldin verulegum ranghugmyndum um ESB. ESB er ekkert annað en samstarfsvettvangur 27 fullvalda og sjálfstæðra lýðræðisríkja í Evrópu og mun halda áfram að vera akkúrat það. Það afsalar sér því engin þjóð lýðærði, sjálfstæði eða fullveldi með því að ganga þar inn. Vissulega þurfa þjóðir eins og einstaklingar að standa við gerða samninga þegar um er að ræða samstarf sem bæði veiir rétt og setur á menn skyldur. Í því getur þó ekki talist felast afsal fullveldis og þaðan af síður lýðærðis frekar en til dæmis það að ráða sig í vinnu og þurfa því að gera það sem kaupandi vinnunnar ákveður á þeim tíma sem telst til vinnutíma samkvæmt ráðningarsmningi teljist til afnám sjálfræðis þess sem þannig geirst launþegi. Hér er einungis um samning að ræða sem gefur réttindi og setur á mann skyldur.

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2011 kl. 09:24

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Með inngöngu í ESB verður Ísland ennþá Ísland og ennþá lýðræðisþjóð. Þjóðin þó afsalar sér ákveðin réttindi og framselur þá til Brussels. Það er staðreynd. Aftur á móti má sjá út frá umræðunni undanfarina ára að ESB sé í raun að stefna að því að verða sjálfstætt ríki sjálft. Tek sem dæmi sameiginlega stjórnarskrá, gjaldmiðil, her, fána, þjóðsöng og sameiginlega utanríkisstefnu með einum sendiherra. Þar fyrir utan er þetta svo gjörspillt frá toppi til tár að Alþingi lítur út fyrir að vera engill þar við hlið.

ESB umræðan lýkur aldrei og er maður orðinn þreyttur á þessu rugli.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 23.8.2011 kl. 10:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://i12.photobucket.com/albums/a249/BladeZelvado/kool_105-albums-animated-gif-s-picture16345t-eating-popcorn.gif

Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2011 kl. 15:08

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggin ágætu herramenn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.8.2011 kl. 01:14

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Daníel. Því fer víðs fjarri að ESB sé að stefna að því að vera sjálfstætt ríki eða sambandsríki. Þetta er samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisþjóða í Evrópu og það stendur ekki til að breyta því.

Þegar menn taka upp samstarf sem felur í sér að menn setja sér sameiginlegar samskiptareglur þá skerðir það vissulega athafnafrelsi manna. Menn meta þá kosti og galla þessa samstarfs á hverjum tíma og ef menn sjá orðið að gallarnig vikti meira en kostirnir þá segja menn sig frá samstarfinu. Þannig er þetta í ESB. Ef við göngum þar inn og einhvern tímann í framtíðinni verðum við þeirrar skoðunar að gallarnir við aðild vikti meira en kostirnir þá einfaldlega göngum við úr ESB. Það er ekkert sem stoppar okkur í því.

Það eitt að þjóðir geta hvenær sem er gengið úr ESB segir allt sem segja þarf um þann rakalausa þvætting að þjóðir fórni fullveldi sínu og sjálstæði með inngöngu í ESB.

Vissulega þrífst spilling í ESB eins og í öllum stórum samtökum. Það er þó ekki meira um það í ESB heldur en gengur og gerist og ætla má í jafn stórum samtökum.

Að sjálfsögðu lýkur ESB umræðunni aldrei. Meðan ESB er til munum við alltaf þurfa að meta kosti og galla þess að vera þar aðilar hvort sem við erum inni eða úti.

Með aðild að ESB erum við þjóð meðal þjóða í Evrópu og höfum mun meiri áhrif á þróun mála þar heldur en með því að vera utan við ESB. Hvort sem við erum í ESB eða ekki og hvort sem við erum með viskiptasamning við ESB eða ekki þá mun þróun mála í Evrópu alltaf hafa mikil áhrif á okkur og okkar hagsmuni. Sem lítil þjóð munum við alltaf vera mjög háð viðskitpum við aðrar þjóðir. Við munum því hafa mun meiri áhrif á okkar hagsmuni og þróun mála hjá okkur sjálfum með því að vera aðilar að ESB heldur en með því að standa þar utan. Við styrkjum því fullveldi okkar og sjálfstæði með aðild að ESB en ekki öfugt.

Sigurður M Grétarsson, 24.8.2011 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband