Sjálfsagt gott innlegg í kosningabaráttuna vestan hafs.

Hvort tveir hagfræðiprófessorar koma til með að breyta einhverju með setu í stjórn bankaráðs Seðlabanka Bandaríkjanna um efnahagsástand til framtíðar skal ósagt látið.

Hins vegar má velta því fyrir sér hvort vandræðaganginn á Bandaríkjaþingi til þess að hækka skuldaþakið, megi rekja til þess að kosningar eru framundan.

Í framhaldi af slíkum vangaveltum kemur upp í huga ábyrgð kjörinna fulltrúa hverju sinni um þróun mála og hvort valdabarátta millum fylkinga kunni að kosta skildinginn þegar upp er staðið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hagfræðiprófessorar á leið í bankaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband