Dýraverndarmál á höfuðborgarsvæðinu, dæmi um skipulagsleysi frá upphafi til enda.

Það er seint í rassinn gripið af hálfu Dýraverndunarráðs að skora á almenning að gelda ketti, þegar ekki nokkurt einasta eftirlit er með því hvort kettir eða önnur lifandi dýr eru í ábyrgð einhvers íbúa á svæðinu.

Þurfa gæludýrabúðir að tilkynna um kaup manna á lifandi dýrum ?

Ekki er það svo mér best vitanlega, en einhver hluti hunda er skrásettur en kettir ekki, frekar en kanínur og hamstrar svo ekki sé minnst á fugla.

Virðing manna fyrir dýrum er misjöfn eins og mannfólk er margt, en það úrræði að hvetja menn til þess að láta gelda ketti sína til þess að sporna við fjölgun er úrræði sem mér finnst einkennast af aðkomu að málinu eftir dúk og disk, ásamt því að vera ómannúðleg aðferð gagnvart dýrunum.

Jafnframt má hafa það í huga að sennilega er hér um að ræða verkefni fyrir dýralækna sem kynni að kosta nokkra skildinga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill að fleiri kettir verði geldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband