Ég elska Kríuna.

Í sveitinni heima undir Fjöllunum var mikið Kríuvarp í haga niður við fjöru og
öll sú fuglaflóra sem bjó sér stað kring um þetta mikla samsafn af Kríu, var sannarlega rannsóknarefni í uppvextinum.

Kjóinn hélt sig ætíð á sama svæði rétt utan við varpsvæði Kríunnar en mikil upplifun var að sjá þegar sló í brýnu er Kjóinn hætti sér inn á svæði það sem Krían varði sem sitt. Kjóinn hörfaði fyrir vel æfðum orustusveitum Kríunnar.

Sandlóa, Hrossagaukur og Óðinshani voru með hreiðurstæði á sama svæði og fleiri tegundir fugla hér og þar og sannarlegt gósenland náttúru var þarna að finna.

Sauðfé gekk á beit í haganum í sátt og samlyndi við fuglalífið á svæðinu og kýr voru um tíma einnig með beit á þessu svæði sem hafði ekki verið hreyft við á þann veg að rækta upp úr þýfi eða gömlum árfarvegum og því nægilegt vatn yfirleitt að finna á svæðinu, þrátt fyrir skurði við endamörk landareignar sitt hvorum megin.

Stundum týndi maður nokkur Kríuegg af og til sem voru soðin til matar en aldrei í miklum mæli.

Aðdáun mín á Kríunni er ómæld.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krían komin í Garðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband