Ætlar ASÍ nú að standa í vegi fyrir samningum, með sjónleikjapólítik fyrir ríkisstjórnina ?

Það er með ólikindum að horfa á þetta sjónleikjaspil sem samningar á vinnumarkaði eru og nú þegar SA, hefur lýst sig tilbúið til þess að gera þriggja ára samning, þá vill ASÍ eins árs samning.... ætlar í verkfall.... að virðist bara til að fara í verkfall, og láta " sverfa til stáls ".

Hástemmdar yfirlýsingar sem ekki hafa sést lengi frá þessum regnhlífasamtökum, dúkka allt í einu upp á borð og mér dettur helst í hug að 1.maí ræðuhöld framundan, kunni að eiga þátt í þar að lútandi, þess efnis, að mælirinn sé allt í einu fullur og nú skuli láta sverfa til stáls, svo ekki sé minnst á það að með verkföllum hafi fólk sótt sinn rétt í hundrað ár.

Sé það svo að SA, sé tilbúið til samninga nú sem slitið var um daginn, þá ber ASÍ að ganga til þeirrar hinnar sömu vinnu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Beita þarf verkfallsvopninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Það er einfaldlega komið nóg af ruglinu hjá SA...............

Eyþór Örn Óskarsson, 30.4.2011 kl. 04:45

2 Smámynd: Sandy

Ég get nú ekki betur séð en allir þ.e. SA, ASÍ, og ríkisstjórnin kappkosti við að hafa Ísland sem lægst launaðasta svæðið í Evrópu.

Sandy, 30.4.2011 kl. 09:28

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nú virðist markmiðið að draga samningagerðina meðan ríkisstjórnin bröltir fram með breytingar á kvótakerfinu.

Hvorugir aðilar vinnumarkaðar áttu að standa í fundum með ríkisstjórn um yfirlýsingar við samningagerð.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2011 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband