Sendiherrar í Silfrinu.

Tveir " pólítískir refir " er gengt hafa embættum sendiherra erlendis voru hjá Agli í dag, þeir Eiður Guðnason og Svavar Gestsson, en það var fróðlegt að hlýða á þá hina sömu, úttala sig um stjórnmál samtímans en báðir eru þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins benti þeim á nokkur atriði svo sem forsjárhyggjuna varðandi það að þeir ætluðust til þess að Sjálfstæðisflokkurinn breytti stefnu sinni si svona í Esb málinu.

Svavar átti pólítiska spretti þar sem hann reyndi að kenna Framsóknarflokkunum um að hafa samið EES regluverkið, til þess að þvo hendur síns flokks eins og alvanalegt er, en vildi ekki gefa upp hvort hann væri með eða á móti aðild að Evrópusambandinu.

Eiður telur að Ísland einangrist gangi það ekki í Evrópusambandið.

Þátturinn var fróðlegur.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband