Fátækt.

Hvað er fátækt ? Er það spurning um hvernig við bökum kökuna eins og Hannes Hólmsteinn ræddi í Íslandi í dag ? Fyrir það fyrsta þurfum við að hafa efni á því að kaupa rafmagn til að kynda ofninn, svo við getum bakað köku eftir skatta. Í öðru lagi að eiga eitthvað eftir af launum eftir skatta til að kaupa efni í köku til þess að baka. Í þriðja lagi þurfum við að vita hvaða hráefni má hræra saman og í fjórða og síðasta lagi kunna að stilla rétt hitastig við baksturinn annars verður kakan ónýt. Núverandi ríkisstjórnarflokkum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hafa verið verulega mislagðar hendur við sinn kökubakstur, því einungis hefur tekist hjá þessum tveimur flokkum að baka Skattköku fyrir landsmenn, skattköku sem stjórnvöld sjálf skilja illa eða ekki hvað landsmönnum flestum líkar illa. Ofurskattar á laun næstum undir framfærslumörkum , framkalla eðli máls samkvæmt fátækt , flókið er það ekki í raun.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband