Samgöngumálin til Eyja.

Það ætlar að ganga illa að tryggja samgöngur til Eyja, og vandamálin sem upp hafa komið varðandi höfnina í Bakkafjöru er eitthvað sem vissulega var búið að vara við að hluta til, en það vantar enn svör um það hversu mikið af þessum vandamálum er hægt að skrifa á magn gosefna sem berast með Markarfljóti og hvað ekki.

Reyndir sjómenn höfðu varað við sandrifi sem er þarna til staðar og bent á það fara yrði nokkur hundruð metrum utar með varnargarðanna til þess að forða sjóbroti sem sandrif þetta orsakaði.

Ég skal viðurkenna að mér brá þegar ég las fyrir nokkrum dögum að Herjólfur hefði nær skollið flatur í hafnarkjaftinum í Bakkafjöru, og fyrsta sem mér datt í hug þá var sandrifið.

Skömmu áður voru komnar fram tillögur Samgönguráðuneytis um meðal annars færslu Markarfljóts til austurs en hinn ágæti útvarpsmaður Gissur Sigurðsson sem var gestur Kastljóss í kvöld, rifjaði upp það atriði að einn forfeðra minna undir Fjöllunum, Galdra Ögmundur hafði verið fenginn til þess að færa fljótið til vesturs á sínum tíma, með sínum aðferðum.
Þá til þess að verja jarðir bænda.

Það barst í tal að ef til vill kynni svo að vera að ekki gengi vel að flytja fljótið aftur til austurs í ljósi þess hins arna, en þetta rifjaði nú verulega upp fyrir manni hina ýmsu trú manna á óútskýranleg fyrirbæri sem vissulega var hluti af tilverunni og lesa má um í hinum ýmsu sögnum af Suðurlandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Herjólfur siglir til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl þessi höfn verður klárlega í sögubókum okkar sem eitt mesta samgönguklúður 21 aldar!

Sigurður Haraldsson, 20.11.2010 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband