Væri kanski ráð að stofna kvenverkalýðsfélag ?

Ef til vill væri það ráð að nýta sér samstöðuna og stofna kvenverkalýðsfélag hinna ýmsu kvennastétta í landinu, ekki hvað síst þar sem nauðsynlegur samanburður menntunar annars vegar og hinna ófaglærðu hins vegar gæti nýst vel í slíku félagi.

Mér hefur oft runnið það til rifja hversu mikil ósamstaða er á milli stéttarfélaga, kvennastétta, annars vegar faglærðra og hins vegar ófaglærðra sem þó vinna hlið við hlið í sama starfsumhverfi við störf sem þjóna sama tilgangi og markmiðum þjóðhagslega.

Gjörsamlega ómögulegt hefur verið að fá samvinnu sem þó væri sannarlega nauðsynleg og sú er þetta ritar spurði um það á sínum tíma í sínu stéttarfélagi í Reykjavík hvort ekki væri æskilegt að leita eftir slíku samstarfi, en það var nú allsendis ekki hljómgrunnur fyrir þvi hinu sama, heldur átti sífellt að vera eyða púðri í það að nöldra yfir launum þeirra sem tilheyrðu fagfélögum sem virtist allt að því viðtekin venja á félagsfundum.

Það er ekki nóg að labba saman, voða gaman, án þess að samstaðan sé nýtt til þess að þoka málum fram á við.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ótrúleg samstaða kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband