Brjálað veður á kvenmenn.

Það var þá veðurfarið fyrir kynsystur minar sem ætla að safnast saman í höfuðborginni á morgun.

Sjálf finn ég mig ekki til þess að taka þátt í þessari samkomu, einkum og sér í lagi vegna þess að ég tel samstöðu kvenna hafa litlu sem engu áorkað í raunverulegum réttindum kvenna til dæmis varðandi mannsæmandi vinnulaun á vinnumarkaði til handa fjöldanum.

Þess í stað hafa alls konar kynjaráð og jafnréttisskilgreiningaapparöt litið dagsins ljós með tilheyrandi stofnanavæðingu sem mér finnst ekki skila tilgangi sínum, þvi miður, það er mín skoðun.

Hins vegar tel ég að tilgangur sá sem lagt var á stað með í upphafi með samstöðu kvenna hafi verið góður og þokað viðhorfsbreytingu sem þörf var á.

Það á hins vegar ekki að vera til þess að etja kynjunum saman og flokka þau í sundur.

Samvinna kynja er og verður ætíð það sem eitt þjóðfélag byggir grunngildi sín á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Varað við stormi suðvestanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband