Lausn vandans er samvinna allra flokka, um framgang eins þjóðfélags.

Ég legg til að Þór Saari verði forsætisráðherra í nýrri þjóðstjórn allra flokka á Alþingi Íslendinga, og Lilja Mósesdóttir fjármálaráðherra.

Sigmundur Davíð verði ráðherra innanríkisráðuneytis, og Bjarni Benediktsson dóms og mannréttindamálaráðherra.

Einhver Samfylkingamaður með forsvar velferðaráðuneyti og önnur ráðuneyti yrðu undir stjórn Hreyfingarinnar ef ekki næðist samkomulag milli flokka um skipan í þau hin sömu embætti.

Það atriði að þjóðstjórn kæmi til sögu nú eftir innbyrðis átök í flokkunum um sannfæringu manna um sekt eða sakleysi dóm eða ekki dóm og ábyrgð þings á stjórnarathöfnum, eða ekki, yrði Alþingi og flokkunum öllum hollur lærdómur til framtíðar og gæti aukið virðingu Alþingis til muna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alþingi verður að skila lausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hér erum við GJÖRSAMLEGA GJÖRSAMLEGA ÓSSAMÁLA Guðrún mín.
Þór Saari vinstrisinnin og ESB-sinnin forsætisráðherra  og kommúnistinn Lilja Mos sem styður þessa  ESB/AGS sinnaðan flokk og ríkisstjórn. Bara
NEI TAKK!   Sem HÆGRI GRÆNN hafna ég öllu þessu vinstra liði, vill nýjar
kosningar, þar sem  sigur HÆGRI GRÆNNA verði afgerandi, undir forystu
Guðmundar Franklíns þáttarstjórnanda á Útvari Sögu, en Hægri grænir
fengu ótrúlegan stuðning í skoðanakönnun Útvarps Sögu nú í vokunni

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Dettur þér í hug að kosningar undir þessum kringumstæðum myndu bæta ástandið í okkar þjóðfélagi, með öllu því sem það hið sama tlheyrir ?

Ég efa það mjög en tel að þjóðstjórn til ákveðins tíma með umskiptum á mannvali við stjórnvölinn, ásamt því atriði að stjórnmálaflokkarnir verði í fyrsta skipti að horfast í augu við það að starfa saman, verði voru þjóðfélagi til framdráttar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.10.2010 kl. 00:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit að eini flokkurinn sem óttast mest kosningar í dag er Framsóknarflokkurinn, sbr. ummæli formanns hans í kvöld. Því hann mun
þurrkast út í næstu kosningum eins og Frjálslyndir. Báðir með stórskerta
ímynd og fortíð  eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Jú, kosningar eru eina ráðið í dag til að HREINSA ÆRLEGA TIL Guðrún! Þjóðstjórn um hvað? Enn meiri
upplausn? OG ALLRA SÍST að gefa vinstriöflunum nokkurt tækifæri aftur! Nei Kosningar STRAX. HREINSA TIL og BYGGJA UPP NÝTT ÍSLAND Á ÞJÓÐLEGUM
FORSENDUM! Get ekki hugsað mér NEITT samstarf til vinstri. ALDREI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband