Við lifum í blekkingaþjóðfélagi Íslendingar, þar sem fjarlægðin frá raunveruleikanum er alger.

Það þarf sterk bein til að þola góða tíma stendur í hinni helgu bók Biblíunni og það eru orð að sönnu, og sú hin mikla fjarlægð ráðamanna frá raunveruleika þeirra sem lifa og starfa í einu þjóðfélagi hefur ef til vill aldrei verið sýnilegri en nú sem og fyrir það hrun sem eitt þjóðfélag mátti meðtaka af misviturri fjármagnsumsýslu allra handa.

Ráðherrar ríkisstjórna hafa ekki minnstu hugmynd um það hverjar aðstæður fólksins í landinu eru við það að lifa eftir því fyrirkomulagi sem umgjörð skatta og launa í landinu skapar.

Ekki minnstu hugmynd, því miður og hvers vegna skyldi það vera ?

Jú viðkomandi hefur setið á þingi lengi og er þess vegna í ráðherrastóli þar sem laun eru langt, langt frá þeim launum sem almenningur í landinu tekur fyrir sína vinnu.

Fjarlægð launa alþingismanna hefur í áranna raðir fjarlægst launamenn í landinu svo ekki sé minnst á það atriði að laun í meintu frjálsu markaðssamfélagi hafi fjarlægst laun alþingismanna.

Þvílíkur og annars eins ruglukollaragangur sem þar er í gangi, mun vera hægt að skrifa á þá sem eiga að heita að hafi menntun til þess að reikna út kaup og kjör en eru ef til vill einnig með laun sem eru langt frá þeim er taka þarf laun af lægstu töxtum á vinnumarkaði.

Fjarlægðin frá þeim raunveruleika sem ráðstafanir hvers konar byggjast á sem og tillögugerð, er því fjarri þeim raunveruleika sem til staðar er, sem aftur gerir það að verkum að " jöfnuður þjóðfélagsþegna er hjómið eitt, og ekkert breytist alveg sama hvað flokkar heita er komast að valdataumum frá hægri til vinstri.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband