Um daginn og veginn.

Fór að heimsækja son minn á Landspítalann í dag, og mátti þakka fyrir að fá bílastæði, því planið var fullt af bílum.

Hann hélt mikla rökræðu yfir móður sinni, og sagði það mikla vitleysu að reyna að þvinga í meðferð, það gengi aldrei, og benti mér á AA prógrammið í þvi efni, og það eina sem gerðist væri að hann yrði að grænmeti að hanga þarna inni, við að gera ekki neitt.

Ég reyndi að ræða um það möguleikar þess að verða að grænmeti væru fyrir hendi ef viðkomandi héldi áfram neyslu vímuefna í áraraðir, án þess að eitthvað væri að gert til að sporna við síkri þróun.

Ég sagði honum að ég gerði allt sem í mínu valdi stæði til þess óska eftir því að hann kæmist í það meðferðarpláss er LSH, hafði tjáð að væri til staðar, eftir formlega aðgerð sem fólst í sjálfræðissviptingu sem var forsenda þessa eina meðferðarúrræðis sem til var honum til handa.

Það er hins vegar að verða mánuður síðan að dómur var kveðinn upp um sjálfræðissviptingu þessa, og óviðunandi með öllu af hálfu allra þeirra er bera ábyrgð í þessu efni að mál séu með þessu móti að viðkomandi megi síðan bíða og biða.

Aldrei skyldi slík gjörð ganga fram nema tryggt sé að framhaldið sé fyrir hendi strax að því loknu, og þar telja dagarnir sem brotið er á rétti sonar míns.

 

kv.Guðrún María. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband