" Byggð undir Eyjafjöllum "

Set hér inn þuluna gömlu um byggð undir Fjöllunum, en merk kona í Þykkvabænum hélt til haga fyrir mig, og færði mér með úrklippu úr dagblaði, Mogga að mig minnir.

" Norðust eru Nauthús
drengir jafnan drekka úr krús.
Þrjár eru Merkur,
þrættu ekki klerkur.
Dalur og Dalsel
og annar Dalur nærri.
Seljaland og Sandar
síðan Götugrandar.
Í Hamragörðum er fátækt fólk,
það gaf mér nú skyr í hólk,
telja verð ég Tjarnir,
traustur er hann Bjarni,
mæli ég vel til Nýjabæjar
því Melar eru farnir,
hægt er að telja,
Fit og Hala,
Sauðsvöllur er sæmileg jörð
Hvamm skal ég skjala
á Núpi er svo nauðahvasst,
þar má kuldann kenna,
ég nenni ekki að renna
yfir Skálana þrenna.
Holt er á hæðum
hossar sér á klæðum.
Víkur sér til Vesturholta
vill þar hafa á skæðum,
óljótt er Ormskot,
Vallatún og Gerðakot,
votsamt er í Varmahlíð.
Voðalegt í Núpakoti,
hvasst er í Hlíð.
Steinar og staðirnir snjallir
standa undir Fjöllunum
bæirnir allir,
Borgarkot og Berjanes,
Brjóta vötn um Ysta Bæli,
merkilegt er í Minni Borg,
Miðbæli og Leirum.
Hólar og Hörðuskálar,
hark hark í Klömbru,
byrja ég óð um Bakkakot
kóngsjörð er Lambafell.
Sittu í friði silkilín,
syndalaus er höndin þín.
Seimgrundin í Selkoti
signi hana drottinn,
sæll hennar húsbóndinn,
setti ofan hattinn,
brunuðu sér á svellum,
þeir á Rútafellum,
drangurinn í Drangshlíð,
dettur ofan í Skarðshlíð.
Skart er í Skógum,
með skríkjunum nógum.
Langa þulan aftrúr því
og allt austrí Mýrdal. "

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband