Nefndarformanninum kom ekkert við hvort stjórnarsamstarf væri í hættu.

Hér kemur það berlega í ljós hvernig taktík eitt stykki stjórnmálaflokkur beitir í þessu tilviki Samfylkingin en formaður nefndarinnar kom úr þeim hinum sama flokki.

Fyrir það fyrsta kom nefndarformanni það ekki við hvort stjórnarsamstarf væri í hættu eða ekki í hættu varðandi verkefni þessarar nefndar.

Í annan stað er formaður vanhæfur sem formaður ef sá hinn sami reynir að hafa áhrif á það hvernig aðrir nefndarmenn greiða atkvæði um mál.

Það er því mjög gott að fá það fram í dagsljósið hvers konar " lýðræði " er um að ræða í vinnu nefnda, hvað þá fagleg vinnubrögð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sagði stjórnarsamstarfið í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband