Endurskoðun laga, er afar algeng saga.

Lagafrumskógurinn íslenski er sérstakur kapituli út af fyrir sig, og það atriði að ráðuneyti rjúki til að hefja undirbúning að lagabreytingum þegar almenningi hefur blöskrað nægilega mikið, hvernig framkvæmd laga virkar, er einnig séríslenskt fyrirbæri.

Auðvitað á að gera þá kröfu að lagasetning sé vel úr garði gerð í upphafi þannig að meginreglu stjórnsýsluréttar borgaranna sé gætt í hvarvetna, og lýðræðisleg sjónarmið almennrar mannlegrar skynsemi ríki.

Annmarkar lagasetningar eru enn of margir hér á landi þar sem eitt stangast á annað horn og er að finna á mörgum sviðum , því miður, annmarkar sem þarf að endurskoða og færa til betrumbóta og Alþingi þarf að gefa sér tima til þess að fara ofan í lagabálka svið fyrir svið, þing eftir þing, til betrumbóta fyrir land og þjóð, í stað þess að einstök ráðuneyti séu að hlaupa til og laga þegar í algjört óefni er komið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ætla að breyta lögum um leiðsöguhunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband