Niðurstaða nefndarinnar í Magma málinu, án vitundar um aðra lagasetningu.

Því miður er það svo að niðurstaða þessarar nefndar eru vægast sagt stórtíðindi á hinu pólítiska sviði þar sem almenn sátt hefur verið um það auðlindir þjóðarinnar séu í meirihlutaeign Íslendinga, alveg sama hvað þar um ræðir.

Það verður þvi ekki hjá því komist að sjá hvaða ráðherra skipaði þessa nefnd og í hverra hagsmuna sá hinn sami telur sig ganga erinda fyrir.

Ef til vill kemur upp á yfirborðið í þessu máli að helstu öfgafrjálshyggjupostular, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafa verið samferða að hluta til, við að selja það sem fyrir fé er falt, til meintra skammtímasjónarmiða eins samfélags án hugsunar um framtíðina.

Hvort einhver starfsmaður ráðuneytis hafi beitt sér óeðlilega eða ekki er ekki formanns nefndar þessarar að segja til um.

kv.Guðrún María.


mbl.is Beittu sér ekki óeðlilega í Magma-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband