Fylgist Helgi Hjörvar betur með en Árni Páll ?

Það er nú alveg merkilegt að sjá yfirlýsingar um " ótímabæra umræðu ", af hálfu félagsmálaráðherra i þessu tilviki, þar sem allt logar í umræðu um mál þessi í þjóðfélaginu eðlilega.

Ég er þeirrar skoðunar að Helgi Hjörvar geri sér betur grein fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar en félagsmálaráðherrann virðist gera, samkvæmt ummælum hans.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag Guðrún

Finnst þér ekki skrýtið að það þurfi að kalla saman fund í ríkisstjórninni vegna dómsins sem er jákvæður fyrir allann þorra fólks, Ekki er kallaður samann fundur ef hækkanir dynja yfir.

Finnst þér ekki skrýtið hvað bankarnir eru lengiað finna út hvernig þetta eigi að vera, ef við ættum að borga samkvæmt dómnum væru þeir búnir að senda rukkanir fyrir þessu með vöxtum og verðbótum. Ekki satt?

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 08:30

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Segjum sem svo að eitthvert atriði í lánasamningum hefði verið túlkað þannig að bankarnir hefðu vanrukkað okkur hefðu þeir ekki verið lengi að leiðrétta alveg aftur á fyrsta dag lánanna.

Gísli Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband