Gífurlegur áfellisdómur yfir stjórn efnahagsmála hér á landi undanfarin áratug.

Það atriði að gengislán skuli dæmd ólögleg í Hæstarétti og uppnám sé nú varðandi verðtryggingu annarra lána í raun í kjölfarið, hlýtur að skrifast sem gífurlegur áfellisdómur um starfssemi hins íslenska fjármálakerfis, og efnahagsmála almennt.

Dómur þessi kemur fram eftir stórfelldar hækkanir í kjölfar hrunsins hér á landi, en hvað lengi voru gengislánin veitt, áður en allt hrundi ?

Hver er munurinn að tengja lántöku við gengi erlendra gjaldmiðla, eða verðlag hér á landi, sem ræðst af til dæmis skattahækkanaákvörðunum stjórnvalda sem og samningum um kaup og kjör ?

Það vakna margar spurningar í þessu sambandi.

Verði dómaframkvæmd þessi til þess að horfið verði frá verðtryggingu fjárskuldbindinga hér á landi í kjölfarið, mun stórt skref stigið til réttlátara samfélags í heild.

kv.Guðrún María.


mbl.is Endurmeti húsnæðislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband