Ríkisstjórn vinstri flokkanna skortir kjark til ákvarðanatöku um framfarir.

Andvaraleysi þessarar ríkisstjórnar gagnvart þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu birtist í því að flest rekur á reiðanum, og menn rembast við að innramma ríkisbúskapinn án þess að spyrja að þvi hvernig almenningi reiði af í mestu skatta og gjaldahækkunum um margra ára skeið.

Sama sjónarspilið um góðu flokkana sem stjórna landinu og hina vondu sem voru hefur sem aldrei fyrr hljómað og er kallað stjórnmál.

Raunin er sú að enn er sama lagaumhverfið og var í fyrri stjórnartíð þrátt fyrir fall bankanna, og lítið sem ekkert að gert til þess að takast á við afeiðingar hrunsins fyrir heimili og atvinnulíf í landinu.

Menn geta séð það nú í dag að sú leið sem Framsóknarflokkurinn lagði til fyrir síðustu þingkosningar um 20 prósent niðurfellingu lána hefði skipt máli svo fremi sú ákvörðun hefði litið dagsins ljós strax eftir kosningar.

Það var ein almenn aðgerð en engin slik hefur litið dagsins ljós frá sitjandi flokkum við stjórnvölinn.

Skattabreytingar koma ekki til móts við þá sem lægstu laun taka í landinu og ríkisstjórnin er fjarri öllum raunveruleika um ráðstöfunartekjur og verðagsþróun þá sem sú hin sama hefur innleitt.

Það atriði að ætla að láta reka á reiðanum og leiða heimili og fyrirtæki í fjöldagjaldþrot, heitir að brjóta niður til að byggja upp sem aldrei hefur talist góð aðferð á nokkrum tíma, fyrr eða síðar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband