Batnandi mönnum er best að lifa.

Ef hver sem er getur komið inn á fjölmiðla og sagt hitt og þetta um hinn eða þennan án þess að annað styðji það hið sama mál, sem birtist sem frétt,  þá er vissulega illa komið í fjölmiðlun hér á landi.

Eigi að síður hefur þetta verið að hluta til aðferðafræðin, það er, " láttu þá neita því " sem aftur hefur þýtt frétt eftir frétt eftir frétt, og á sama tíma er fjölmiðill með athyglina, hina mikilvægu.... á torgi markaðsins.

Þetta er hins vegar sápuópera þar sem almenningur er engu nær og frétt er í raun engin.

mál er að linni og batnandi mönnum er best að lifa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fréttastofa Stöðvar 2 dregur frétt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ekki er ég viss um að þú hefðir tekið þessu svona ef þú hefðir verið borin samsvarandi sökum og það látið hanga í 10 mánuði.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.5.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband