Hið íslenska stjórnmálalandslag eftir hrunskýrsluna.

Ef til vill má líkja íslensku stjórnmálaumhverfi við Markarfljótsaurana eftir flóðið úr jöklinum, varðandi það að endurmat á endurmat ofan hlýtur að fylgja í kjölfarið af skýrslu um illa virkt kerfisfyrirkomulag, og skort á vitund um siðferði ýmis konar.

Ég trúi því að mönnum takist að endurmeta gildi eins samfélags og finna leiðir til aukinnar samvinnu þar sem málefni eru ofar mönnum.

Það er hins vegar skammt öfganna á milli og menn keppast nú við að stimpla hrunið á einstaka flokka eða einstaka menn, yfirleitt ekki þá flokka sem viðkomandi tilheyrir heldur " hina " flokkana, sem segir það að enn þurfa menn að hífa sig upp úr skotgröfunum, svo hefja megi framsókn í stað þess að festast í Hrunapyttinum.

Lykilorðið er samvinna um málefni ofar mönnum, sem alltaf skyldi verið hafa en hið pólítíska sjónarsvið hefur oftar en ekki verið litað af því að einstakir menn s.s Davíð Oddson væru þrándur í götu þróunar stjórnmála, eins fáránlegt og það nú er að einn maður hafi slík áhrif að orka heilu flokkanna beinist að einum einstaklingi sérstaklega, þótt verið hafi ráðherra lengi.

Sama máli gegnir um Ingibjörgu Sólrúnu, og fleiri.

Styrkveitingar til stjórnmálastarfssemi voru löngu úr böndunum, og opið bókhald flokka átti fyrir löngu að vera komið á koppinn.

Það gefur augaleið að hver sá einstaklingur sem þiggur styrki frá fyrirtækjum er óhjákvæmilega búin að setja sig í slæma stöðu, þar veldur hver á heldur og menn hljóta að átta sig á því.

 

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband