Tækifæri Íslendinga felast í umhverfisvottaðri matvælaframleiðslu til lands og sjávar.

Til þess að takast á við þann vanda sem við eigum nú við að etja þarf framsýni, þor og kjark, og framleiðsluatvinnuvegir okkar í matvælum til lands og sjávar eru að mínu viti aðgöngumiði.

Við þurfum að skipta kerfum landbúnaðar og sjávarútvegs í tvennt þar sem unnið verði að þvi í áföngum að helmingur framleiðslu kerfanna verði fyrir árið 2020, með framleiðslu sem er fullkomlega umhverfisvottuð.

Það þarf að ganga alla leið varðandi umhverfisvottuð matvæli , ekki hálfa leið, og auka vægi þeirra eininga er stuðla að auknum verðmætum í formi útflutnings sem aftur skapar störf innanlands sem eykur hagvöxt.

Nú þegar eigum við Íslendingar ræktað land um allt land sem í dag er ekki nytjað, en til sjávar þarf að breyta um aðferðir við fiskveiðar og afleggja hluta botnveiðarfæra og auka vægi línu og handfæra til muna.

Umhverfisráðherra þarf að ræða við sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sem eru í sama flokki og sökum þess ætti að vera hægt um heimatök, meðan þessi ríkisstjórn er við lýði.

Þvi fyrr því betra.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband