Hanglandaháttur stjórnmálamanna við endurskoðun á tilgangi og markmiðum sjóðasöfnunar lífeyrissjóðanna.

Hvernær í ósköpunum gat það mögulega komið til sögu að lífeyrissjóði ætti að nota og nýta sem fjárfestingafélög á markaðstorginu ?

Hvernig gat Alþingi samþykkt það atriði að lífeyrissjóðum væri heimilt að skerða framlög til eigenda fjármuna í sjóðunum ef raunávöxtun sjóða þessara væri undir 10 % eftir misviturlegt fjármagnsbrask þar sem eigendur fjárs höfðu ekkert um að segja ?

 Í starfssemi sem innheimtir eru fjármunir af launþegum samkvæmt lögum frá Alþingi ?

Hvers vegna hefur það siðferðisleysi þrifist að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að eigin sjálfdæmi í stjórnir lífeyrissjóða ár eftir ár eftir ár eftir ár..... ?

Án þess að slíkt fyrirkomulag lúti endurskoðun þó ekki væri nema með tilliti til þess að dreifa valdi og veita eigendum aðkomu að skipan manna í stjórn sjóða.

Stjórnmálamenn hafa ekki þorað að anda á ríkjandi fyrirkomulag í ljósi þess að styggja verkalýðshreyfinguna eins vitlaust og það nú er.

Verkalýðshreyfingu sem fyrir löngu síðan hefur fjarlægst raunveruleika hins venjulega launamanns og haft meira fyrir þvi að hugsa um fjármagnsbrask lífeyrissjóðanna, sem þeir hinir sömu skipa í að sjálfdæmi.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband