Hvers vegna var Davíð Oddsson svona vinsæll ?

Það er engum blöðum um það að fletta að Davíð Oddson var vinsæll leiðtogi  síns flokks, fyrst í borgarstjórn í Reykjavík og síðar sem forsætisráðherra.

Hvers vegna var Davíð svo vinsæll ?

Var það kanski af því hann var fljótur að taka ákvarðanir og standa við þær ?

Var það af því hann var sjálfum sér samkvæmur ?

Var það af því hann fór ekki í manngreinarálit með sínar skoðanir ?

Ef til vill, en eitt er víst, öfundin fór fljótlega að láta á sér kræla, eins og vill vera þegar vinsældir manna verða miklar og vinstri vængur stjórnmálanna tefldi fram Ingibjörgu Sólrúnu sem meira og minna allan sinn stjórnmálaferil var í sífelldum metingi við Davíð Oddson sem mælikvarða ljóst og leynt.

Sennilega hefur engin einn maður á stjórnmálasviðinu hérlendis mátt meðtaka eins mikinn hamagang gagnvart eigin persónu og Davíð Oddson vegna starfa í stjórnmálum en það er kalt á toppnum vissulega, og það eru þau Jóhanna og Steingrímur nú að upplifa að hluta til sem stjórnvald.

Hin mikla persónugering fjölmiðla gagnvart stjórnmálamönnum hófst rétt áður en forseti synjaði lögum um fjölmiðla á sínum tíma, þar sem þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson var persónugerður sem upphaf og endir allra ákvarðana.

Þetta viðhorf sem fjölmiðlar þarna skópu virtist sem fóður til handa vinstri flokkum þess efnis að einbeita sér að því að koma þessum manni Davíð frá völdum sem sérstöku markmiði, líkt og sá hinn sami væri upphaf og endir alls og " búsáhaldabyltingin " var því, því miður eitthvað sem eigna mátti vinstri sinnum þessa lands, vegna hamagangsins gegn Davíð.

Það hefur verið stórhlægilegt að horfa á þetta, og ein sápuópera birtist enn þegar Davíð tók við sem ritstjóri en þá flúðu vinstri menn moggabloggið umvörpum með alls konar yfirlýsingum fram og til baka þvert á hugmyndafræðina um samræðupólítik.

Það hlýtur að koma að því að söguskýrendur skoði hversu mikill áhrifavaldur Davíð Oddson er og hefur verið hjá vinstri mönnum hér á landi.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Alsendis frábær pistill hjá þér GMaría. Skrifa undir þetta allt saman þó ég fari nú ekki að  halda því fram að Davíð eigi ekki sinn þátt í ýmsum málum eins og liggur í hlutarins eðli. Held samt einhvernvegin að hann hafi unnið án glæpsamlegs tilgangs ólíkt mörgum útrásarmönnunum. Allt púðrið fór í að koma Davíð úr Seðlabankanum og síðan hefur ekki verið döngun til neins. Þetta er ein spaugstofa frá morgni til kvölds. Skyldi vera gaman á Eyjunni :) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.1.2010 kl. 21:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú þökk fyrir það.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband