Hvers vegna var þessum sjónarmiðum stungið undir stól af ríkisstjórn landsins ?

Það sem kemur fram í þessu áliti doktors í alþjóðalögum við Cambridge háskóla, eru atriði sem núverandi stjórnvöld hér á landi hafa ekki viljað ræða sem heitið geti svo með ólíkindum má telja.

Allar ábendingar stjórnarandstöðu varðandi þau atriði er varða lagalegan grunn hafa verið hundsuð af hálfu þeirra er meirihluta tilheyra.

Eigi að síður er um að ræða lagalegar skuldbindingar eða ekki um stóra fjármuni er varða þjóðina miklu.

Stjórnvöld hér á landi skulda almenningi skýringar á því hvers vegna sjónarmið hins lagalega grundvallar hafi ekki verið skoðuð til hlýtar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslandi ber ekki að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Ímyndaðu hvernig okkur liði í dag ef forsetinn hefði samþykkt Icesave lögin.  Ég hef aldrei skilið af hverju Steingrímur J. hefur aldrei viljað skoða þau vafaatriði sem gætu verið okkur hagstæð í þessari baráttu.  Alveg frá fyrsta degi hefur hann verið að reyna troða þessum samningi í gen með bundið fyrir augu og eyru.  Ég hreinlega átta mig ekki á því.   Vill hann ekki gagnrýna vin sinn Svavar Gests?

Þeir hefðu átt að kýla á þetta atriði strax í upphafi.  Þetta eru ófyrirgefanleg mistök og mér finnst að Steingrímur eigi að segja tafarlaust af sér þegar samningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Pétur Harðarson, 9.1.2010 kl. 02:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Pétur.

Já það er mjög sérkennilegt að þessi sjónarmið hafi verið lögð algjörlega til hliðar, en því miður hefur seta manna við valdatauma að hluta til einkennst af því atriði að öllu skyldi fórnað fyrir völd flokkshagsmunanna , því miður.

kv.Guðrún María

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2010 kl. 02:25

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Já þetta er allt mesta klúður og það er sorglegt að sjá hvernig Steingrímur hefur sólundað þessu tækifæri sínu að vera loks kominn í stjórn eftir alla þessa setu í andstöðunni.  Ég hef aldrei kosið kallinn en ég hef alltaf borið virðingu fyrir honum þar sem hann virtist samkvæmur sjálfum sér og standa fast á sínu.  Ég hef minna en ekkert álit á honum í dag og sé ekki hvernig hann á að geta haldið áfram í stjórnmálum.

Pétur Harðarson, 9.1.2010 kl. 02:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Pétur, það má segja það sama um mig, hef löngum borið virðingu fyrir Steingrími einmitt varðandi staðfestu og dugnað í stjórnarandstöðu, ólíkt öðrum sem hafa þagað á þingi, en því miður hefur flokkurinn fjarlægst sín sjónarmið all verulega við það að setjast að völdum, vægt til orða tekið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2010 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband