Hvers vegna brást regluverkið ?

Ég er sammála bankastjóranum að þvi leyti að regluverk brást, en við þurfum að spyrja um af hverju brást þetta regluverk ?

Vissulega er það án efa mismunandi millum þjóða heims hve vel regluverk er úr garði gert en regluverk og rammi þarf að vera sá sami í alþjóðlegu fjármálaumhverfi og ef til vill hefur þar nokkuð skort á samhæfingu.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Það er hins vegar áleitin spurning hvort það getur verið að hagsmunaaðilar á hinum ýmsu sviðum eigi orðið greiða leið að stjórnmálamönnum sem aftur hefur með það að gera hvernig smíð regluverksins lítur út.

kv. Guðrún María.


mbl.is Regluverkið brást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband