Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Um daginn og veginn.

Ég kvaddi fallegu, fallegu Fljótshliðina að kvöldi dags þann fyrsta maí en sennilega er þetta einn fegursti staður sem ég hefi búið á, hin síðari ár.

RIMG0005.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Seljalandsmúlinn í mynd út um gluggann og trjágróður að taka við sér að vori.

 

 

Nú er það Selfoss sem ég í fyrsta skipti hef búsetu í og hlakka til þess að vera í göngufæri við ættingja og vini sem þar búa, ásamt því að hafa stutt að fara í þjónustu þá sem þarf að sækja.

Allt hefur sinn tíma og stað og þakklæti er efst í huga fyrir það að finna þak yfir höfuðið á Suðurlandinu mínu góða.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 


Lífið er pólítik.

Þá eru stjórnarmyndunarviðræður hafnar og formaður Framsóknarflokksins tekinn til við að ræða við aðra flokka er fengu menn kjörna á þing.

Óska honum góðs gengis í því hinu sama. 

Ætíð taka slíkar viðræður einhvern tíma, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Þeim aðila sem fær umboð til stjórnarmyndunar er eðli máls samkvæmt í sjálfsvald sett , hverja hann ræðir við, hvar og hvenær þegar slíkt umboð hefur verið veitt.

 Það vita þeir sem til þekkja.

Samvinna er lykill að farsælli stjórn landsins fyrr og nú.

 

kv.Guðrún María. 

  


mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband