Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

" Gunna mín, það er búið að hreinsa botninn.... !

Þetta sagði pabbi við mig þegar við vorum á fjöru austur undir Eyjafjöllum, en fjara sem áður hafði rekið á þang og skeljar, þegar ég var á barnsaldri, var nú einungis svartur sandur og ekkert annað.

Hann var sjómaður ungur að árum í Eyjum eins og margir aðrir og fylgdist vel með þróun mála í sjávarútvegi á sínum tíma.

Nokkrum áratugum síðar þegar ég fór að grúska og kafa ofan í ýmis mál er varða sjávarútveg og veiðiaðferðir og kerfisskipulag i því sambandi til dæmis neðansjávarrannsóknir Hafrannsóknarstofnunar hér við land, þá fannst mér deginum ljósara að við hvoru tveggja, þyrftum og yrðum að skoða all margt í okkar aðferðafræði í umgengni við lífríki hafsins kring um landið.

Það skiptir máli hvers konar kerfi við notum, hvati að því að henda verðmætum þ.e. hirða aðeins verðmætustu afurðina og henda hinu, þarf að lúta endurskoðun með tilliti til framtíðar.

Friða þarf ákveðið svæði frá þungum veiðarfærum kring um landið , stærra svæði en nú er að mínu áliti, en það gleymist oft hve mjög og hve mikið öll tól og tæki hafa stækkað í áranna rás.

Við munum alltaf veiða fisk Íslendingar en við þurfum að kunna fótum okkar forráð og deilur og erjur um arð af auðlindinni ættu að koma aftar umhugsun um verndun og viðhald til framtíðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umhugað um bæta sjálfbærni auðlinda hafsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprunamerking með nafni prjónakonu og svæði er leiðin.

peysaAuðvitað eigum við að verja íslenskan iðnað og bregðast við því að einhverjum fyrirtækjum detti í hug að flytja íslenska ull yfir hálfan hnöttinn til þess að markaðssetja sem íslenskan iðnað.

 

Það þarf að upprunamerkja vöruna með nafni prjónakonu og svæði á Íslandi, sem tekur smá tíma að koma í gegn en mun verða vörn gagnvart eftirlíkingum hvers konar í þessu efni.

 

Hand made by Guðrún María at Hafnarfjörður.

 

 

 

 

 

 

 kv Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is Eiga að vera prjónaðar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það lýðskrum að yfirgefa óvinsæla ríkisstjórn ?

Lilja var kosin á þing fyrir VG, af kjósendum í lýðræðislegum kosningum, en hún ákvað að segja skilið við flokk sinn sem var óvinsæll í ríkisstjórn.

Mín skoðun er sú að nýjir flokkar með eins manns setu undir árar í þeim efnum geri engin kraftaverk einkum og sér í lagi þar sem þar safnast saman alla jafna ólík sjónarmið sem enda í deilum og erjum um keisarans skegg.

Ég er ekki kominn til með að sjá að flokkur Lilju verði þar einhver undantekning, og tal um lýðskrum í þessu sambandi því afstætt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Furðar sig á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir gegn atvinnuleysi á Íslandi.

Til þess að vinna á atvinnuleysi þarf hvert einasta sveitarfélag á landinu að móta atvinnustefnu, þar sem meðal annars skyldi finnast hvati að því að einstaklingar sem stunda atvinnu í sínu sveitarfélagi sem og fyrirtækið sem veitir þá hina sömu atvinnu fái notið þess í lægri gjöldum.

Það heitir umhverfishugsun til framtíðar.

Í stað þess að fækka og fækka í störfum við þjónustu undir formerkjum sparnaðar á tímum sem þeim sem við nú megum meðtaka hér á landi ættu sveitarfélög að sjá sér hag í því að auka mannafla að störfum sem aftur skilar sér í minnkandi atvinnuleysi og minni útgjöldum til félagsmála til langtíma litið, en auka mannskapur við þjónustu hins opinbera nær jafnvægi, eðli máls samkvæmt því fólki fjölgar.

Það hið sama er þvi fjárfesting.

Við þurfum ekki miðstýrðar nefndir og starfshópa á launum við að greina ástand mála ellegar tillögur um úrræði sem enginn hefur síðan efni á að viðhafa eftir margra mánaða samtöl og fundi, allra handa.

Samvinna ríkis og sveitarfélaga ætti að vera eins sjálfsagt mál í þessu efni eins og smyrja brauð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Langtímaatvinnuleysi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Labbaði niður í Fjörð í banka í morgun og tók strætó heim, fór svo aftur í strætó að versla um miðjan dag, beint í búðina og beint heim, það hafðist, með einn plastpoka meðferðis innan við 5 kíló.

Þar með var athafnakvóti dagsins nokkurn veginn uppfylltur en bakaði þó eina köku eftir kvöldmat mér til ánægju.

Er nú búin að vera þrjár vikur án sjúkraþjálfunar og hef gengið eins og ég get hvern dag og gert æfingar og vona að ég haldi sjó án mikilla verkja með því móti en það kemur í ljós með tímanum.

Jafnframt hefi ég gætt mín á því að " gera ekki neitt ".

Það er lærdómur að pússla sínum lífsmáta upp á nýtt í alls konar kvóta athafna, hvers konar, en maður verður að þakka fyrir það sem maður þó hefur.

kv.Guðrún María.


Stjórnarþingmaður Samfylkingarinnar, sáir fræjum ófriðar.

Hér kemur annar stjórnarþingmaður fram á sjónarsviðið í kjölfar endurkosningar forseta Íslands og sáir fræjum ófriðar og vantrausts, varðandi hina lýðræðislegu niðurstöðu kosninganna.

Er þetta til þess fallið að skapa traust á Alþingi og virðingu fyrir alþingismönnum ?

Voru ríkisstjórnarflokkarnir á kafi í þessum kosningum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þingmaðurinn að búa til virðingu og traust ?

Það er með hreinum ólíkindum að kjörnir þingmenn í þessu tilviki stjórnarþingmaður og þingflokksformaður, skuli ekki gera minnstu tilraun til þess að virða lýðræðislega niðurstöðu þjóðarinnar í forsetakosningum.

Nei, það skal haldið áfram á sömu braut niðurrifs allra handa, þar sem naggað er og jaggað fram og til baka, árið um kring og fræjum ófriðar og vantraust sáð um allt.

Geti þingmenn ekki virt æðsta embættismann Íslands, þá eiga þeir ekki að sitja á
Alþingi Íslendinga.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Tilraunin mistókst – skiljanlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg kosning sitjandi forseta, eftir umdeildar ákvarðanir.

Nýliðinn kosningabarátta hefur ýmsan boðskap fram að færa eins og dregið hefur verið fram á Ruv, í skýringum meðal annars fylgi úr röðum þeirra sem ekki virðast hafa stutt hann í embætti áður.

Hví skyldi það vera ?

Mitt svar er það að þeir sem gerðu þessar forsetakosningar pólítískar voru fyrst og fremst stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnarflokka sem ljóst og leynt fylktu sér um frambjóðanda sem hugsanlega gæti fellt núverandi forseta, forseta sem þeir hinir sömu höfðu þó stutt áður en núverandi rikisstjórn var við völd.

Þetta kallaði á frekari viðbrögð stjórnarandstæðinga að mínu viti, en ella hefði orðið ef slíkt hefði ekki verið svo sýnilegt sem raun bar vitni.

Geti einn forseti státað af fylgi allrar þjóðarinnar óháð því hvaða ríkisstjórn er við völd, þá er það Ólafur Ragnar Grímsson.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetinn eykur forskotið í Suðvestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband