Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Hver borgar Esb, málninguna ?

Í raun má segja að það sé með ólíkindum að ein stofnun hins opinbera í þessu tilviki Landhelgisgæsla sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda, fái ekki nægar heimildir af fjárlögum ár hvert til reksturs, ellegar sé þá skorin niður sú starfssemi sem hið opinbera treystir sér ekki til að reka í þessu tilviki.

Hafa einstök ráðuneyti heimild til þess að gera út þjónustu hins opinbera með þessu móti, til dæmis með það að markmiði að viðhalda störfum ?

Það væri mjög fróðlegt að vita á hvaða grunni þessi starfssemi er þ.e, hvort Landhelgisgæslan sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda er verktaki fyrir Frontex, en ef svo er, hver greiðir fyrir breytingar svo sem málningu á skipið ?

Verktakar þurfa yfirleitt ekki að breyta nafni síns fyrirtækis við verktöku en er " opinber verktaka " kanski eitthvað annað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáni ESB á varðskipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fundarstjórn forseta þingsins.

Alls konar sjónleikjatilstand á sér stað á Alþingi Íslendinga þar sem einstakir þingmenn fara fram úr sjálfum sér við tilraun við að slá sig til riddara umræðu svo ekki sé minnst á það að hafa síðasta orðið.

Sé ekki betur en eitt slíkt leikrit hafi hér verið á ferð, þar sem þingforseti hélt uppi fundarstjórn svo sem verða mátti í þessu sambandi.

Ólína Þorvarðardóttir er ekki einkaleyfishafi á umræðu um kvótakerfi sjávarútvegs innan veggja Alþingis, sem betur fer.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvað er að gerast hér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skal endir skoða, hver bað um þetta samkrull ?

Mátti forystumönnum ASÍ ekki vera það ljóst að ferðalag með viðsemjendum sínkt og heilagt á fund ríkisstjórnar um aðkomu að gerð kjarasamninga væri ekki ferðalag til fjár fyrir launamenn í landinu ?

Að vissu leyti er það næstum sögulegt að þarna skilji á milli við samningsborðið í þessu annars arfavitlausa samkrulli sem aldrei skyldi verið hafa.

Nú reka menn sig nefnilega á það að búið er að nota hagsmunasamtök launamanna sem tilraun atvinnurekanda til að skapa sem hagstæðust rekstrarskilyrði með fundahaldi við ríkisstjórn um skilyrði þau hin sömu.

Í upphafi mátti því endir skoða í þessu sambandi og veldur hver á heldur.

Ég hygg að það sér farsælast að hvert félag fyrir sig semji um kaup og kjör við sinn vinnuveitanda án aðkomu miðstýringaryfirregnhlífabandalags til þess arna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðræðuslit í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjársjóður Eyfellinga, menningartengd ferðaþjónusta sem aldrei fyrr.

Ég óska Óla og Guðnýju til hamingju með þetta framtak sem er sannarlega svar við eftirspurn um þjónustu við ferðamenn um þessar slóðir eftir eldgosið í jöklinum.

Ferðamannastraumur um Eyfjafjöll hefur ætíð verið mikill yfir sumartímann og safnið í Skógum sem Þórður Tómasson hefur átt mikinn heiður að er einstakt og samgönguminjasafnið merk viðbót við það sem fyrir var.

Ég tel að enn liggi óplægður akur í sögu Eyfellinga þar sem auka má enn frekar við menningartengda ferðaþjónustu, frá fjöru til fjalls.

kv.Guðrún María.


mbl.is Opna gestastofu á Þorvaldseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ár frá gosi í Eyjafjallajökli.

Varla er hægt að lýsa öllu því tilfinningaflóði sem bærðist innra með manni varðandi það atriði að horfa á æskuslóðirnar í fjötrum hamfara þeirra sem eldgos í Eyjafjallajökli kallaði yfir nágrennið.

Mér fannst nú nóg um gos í Heklu í uppvextinum svo ekki sé minnst á Surtsey og síðar Vestmannaeyjagosið sem seint líður úr minni þvi þar flúði amma upp á land til okkar undir Fjöllin.

Ég hafði hins vegar ung lesið mér til um það að jökullinn væri virkt eldfjall og einnig las ég um Kötlugos fram og til baka sem ekki varð til þess að minnka óttablandna virðingu mína fyrir náttúruöflunum. 

Ég horfði á gosið i vefmyndavélum tímunum saman en kom ekki austur fyrr en um sumarið í júli og þá fannst mér það ótrúlegt hve gróður jarðar var lífseigur að koma til eftir þessi ósköp sem þarna áttu sér stað, á láglendi en ofar var allt svart.

Gegnum tíðina sótti ég stundum mína orku í sveitina og sat við eldhúsgluggann og horfði á jökulinn minn, þennan fallega jökul sem var svo friðsæll lengst af sem kóngur yfir byggðinni, en alltaf dreymdi mig gos og gos í jöklinum upp allan aldur sem ég alltaf taldi vera vegna hræðslu við hið sama. Síðasti draumurinn fyrir gos var samt þannig að mér fannst að eitthvað myndi gerast þarna.

RIMG0001.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það gerðist með því móti sem manni hefði seint órað fyrir að slíkir kraftar skyldu sýnilegir í móður náttúru, manni til handa.

Æðruleysi íbúa var og er aðdáunarvert en seint mun bætt allt það tjón sem þarna varð af völdum þessara hamfara .

 Sveitin mín mun rísa upp úr öskustónni og jökullinn jafna sig eftir þennan hamagang og áfram verða prýði í íslenskri sveit á Suðurlandi.

 

kv.Guðrún María. 


Ásmundur Einar er framtíðarþingmaður fyrir okkar þjóð, hvar í flokki sem stendur.

Það er orðið nokkuð hjákátlegt að sjá menn sveifla flokksræðissvipunni, einkum og sér í lagi þegar flokkur sá sem á í hlut hefur flúið meginstefnumið sín í málum eins og Evrópusambandsmálinu.

Ásmundur hefur barist innan þings að mál þetta fengi lýðræðislega meðferð þ.e , þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvort gengið yrði til aðildarviðræðna, á það var ekki hlustað.

Hann á óblandna virðingu mína fyrir það atriði að slíta sig frá ríkisstjórn sem gengur gegn sannfæringu hans og flokks hans hvað stefnu varðar í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ásmundur Einar segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarasamningar út kjörtímabil ríkisstjórnar ?

Miðað við það að núverandi ríkisstjórn virðist þáttakandi í kjarasamningsgerð á almennum vinnumarkaði getur varla verið hægt að semja lengur en út þetta kjörtímabil, eða hvað ?

Það er annars greinlegt að menn hafa verið að bretta upp ermar undanfarið og fróðlegt verður að vita hvernig kjarasamningsgerðin lítur út.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samið á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er pólítíkin eins og fótboltaleikur ?

Kanski er eitt kjörtímabil eins og einn fótboltaleikur, þar sem andstæðar fylkingar keppa um að skora mörk, ríkistjórn í formi árangurs í mark stjórnarandstöðu og stjórnarandstaða í mark ríkisstjórnar í formi árangursleysis !

Ef svo væri þá er nú betra að vera á vellinum í stað þess að hoppa út af honum, því þá kann svo að vera að menn verði dæmdir úr leik, svo fremi leikurinn sé fótbolti.

Stjórnmálin eru skrítin skrúfa oft og iðulega og stundum hefi ég velt því fyrir mér hve einkennileg tilviljun það er að fyrrum samstarfsmenn hjá fyrrum stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins eru allir komnir á þing, með sama áhugamál að koma Íslandi í Evrópusambandið sitt í hverjum stjórnmálaflokknum.

Þrír í SF þeir Sigmundur Ernir og Róbert Marshall, og Skúli Helgason, einn í Framsókn Guðmundur Steingrímsson, og einn nú í VG, áður Borgaraflokki Þráinn Bertelsson.

Kanski gleymi ég einhverjum en þarna eru saman á þingi óvenju margir gamlir samstarfsmenn með eins og áður sagði með sama áhugamál að ganga í Evrópusambandið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Guðmundur sat hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumur meirihluti sitjandi stjórnar í landinu.

Í raun og veru má ekkert út af bregða í hinum ýmsu málum þessarar ríkisstjórnar en það kom í ljós að stuðningsmönnum hennar fækkaði um einn við atkvæðagreiðsluna í kvöld.

Atli, Lilja, og nú Ásmundur einnig greiddu atkvæði með vantrauststillögunni.

Ef Þráinn Bertelsson væri enn hluti af þvi stjórnmálaframboði sem hann var kosinn á þing fyrir og hefði greitt atkvæði gegn ríkisstjórn, sem og ef Guðmundur Steingrímsson hefði staðið með sínum mönnum í Framsókn og stutt vantraustið, þá væri ekki lengur meirihluti til að verja stjórnina vantrausti á þingi.

Ef til vill hefur afsögn Árna Þórs sem þingflokksformanns orðið til þess að Guðfríður Lilja varði stjórnina falli, hver veit !!!

Ríkisstjórnin hangir því á bláþræði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætu þingmenn, hvað þýðir orðið " FJÖLRÆÐI " í þessu frumvarpi til laga ?

Ég efa það satt best að segja að þingheimur geti skýrt orðanotkun sem þessa sem finna má í þessu frumvarpi til laga sem er að mínu viti eitt af þessum frumvörpum þar sem, ekki aðeins er um að ræða, illskiljanlegt orðaval, heldur einnig vægast sagt þýfðan farveg framkvæmda samkvæmt markmiðaflóði því sem þar er sett fram.

úr lagatexta.

"Markmið laga þessara er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi,

fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun. "

Þótt finna megi nokkurra blaðsíðna skilgreiningar á hugtökum er þar ekki að finna orðið fjölræði og því spyr ég þingmenn hvað það þýði ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Styrkja vernd heimildarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband