Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Og enn ærast vinstri menn við að sjá Davíð.

Að vissu leyti er það með ólíkindum að ennþá skuli andstaða við einn mann vera svo ríkjandi sem raun ber vitni í herbúðum vinstri manna hér á landi, þótt viðkomandi sé horfinn af sjónarsviði stjórnmálanna.

Getur það verið að andstaðan við Davíð Oddson persé, sé límið sem heldur saman vinstri flokkunum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Þrennt bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti Íslendinga eru kristinnar trúar og Alþingi ber að standa vörð um þá hina sömu þjóðtrú.

Það er hverju samfélagi mikilvægt að eiga sína trú, þrátt fyrir það atriði að umburðalyndi og frelsi gagnvart öðrum trúarskoðunum ríki í landinu.

Hvers konar hráskinnaleikur varðandi það atriði að styggja ekki annað hvort trúlausa ellegar aðra trúariðkendur en kristinnar trúar, er óþarfur því það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þjóðkjörið þing standi vörð um þjóðtrú í einu landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja ákvæði um íslenska þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið skattkerfi og sífelldar breytingar kosta fjármuni.

Það hefur löngum gleymst að reikna út kostnað við skattabreytingar hér á landi og ánægjulegt að sjá þá tilbreytingu að opinber aðili eins og Rikisskattsjóri bendi á það hið sama í þessu efni.

Það er nokkuð síðan að ég komst á þá skoðun að flatur skattur væri sú leið sem við ættum að fara en sértækar lausnir er þá hægt að sníða kring um hið sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nýtt skattþrep flækir framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að þessi vissi ekki af launum bankastjóra fyrir hrun.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi og án efa ýmislegt sem menn munu áfram draga fram sem andstæður fyrir og eftir kreppu.

Í ágúst 2008, var Tekjublaðið nýkomið út og sonur minn hafði gluggað í það, en skömmu síðar kom einn fyrrum bankastjóri Glitnis í viðtal í sjónvarpi.

Sonur minn sagði þá við mig. " Mamma þessi er með 65 milljónir á mánuði " og það skal viðurkennt að mér varð orðfátt, því engar útskýringar á því hinu sama var í raun að finna, annað en þetta væri afar óeðlilegt.

Það var einhvern veginn meira himinhrópandi furðulegt að horfa á manninn með vitneskju um hve há laun sá hinn sami hefði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Í verslunarferð til Mílanó fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er grunnþjónusta við heilbrigði og hvað ekki ?

Ráðherra heilbrigðismála sat fyrir svörum í Kastljósi kvöldsins varðandi kostnaðarþáttöku sjúklinga, þar sem meðal annars var rætt um komugjöld sjúklinga sem lítið hefur verið rætt um en sannarlega hafa aukist, þar sem sjúklingar eru sendir fyrr heim og endurkoma vegna sama vandamáls eigi að síður til staðar oft og iðulega.

Sjálf hefi ég að hluta til verið verkefni heilbrigðiskerfis frá því ég slasaðist í byrjun nóvember i fyrra en ef ég hefði ekki fengið með mér samstarfskonu mína í sjúkrabílnum upp á spitala þá hefði ég verið send heim handleggsbrotin þar sem ekki átti að taka mynd af hendinni og ég þá þurft að borga komugjald að nýju.

Vegna þess að fyrsta myndataka af samfallsbroti í hrygg var ekki nógu góð þurfti að endurtaka myndatökuna af hryggnum en þá krafðist samstarfskona mín þess að tekin væri einnig mynd af hendinni sem var gert og úlnliðsbrot kom í ljós og ég var sett í gifs.

Nú síðla sumars kom í ljós að blóðþrýstingur hafði hækkað hjá mér en fyrir hendi var vægur háþrýstingur, og sjúkraþjálfarinn minn mældi mig of háa, næsta dag fór ég í apótek og mældist einnig of há. Ég hringdi þá á mína heilsugæslu og var sagt að koma í mælingu þar sem ég greiddi komugjald í þá hina sömu mælingu.

Hjúkrunarfræðingur sá sem mældi mig sagði mig þurfa að koma að minnsta kosti þrisvar á heilsugæslustöð í mælingu áður en eitthvað yrði gert og ég spurði hvort ég þyrfti þá að greiða komugjald í hvert skipti og hún kvað svo vera.

Það varð þó ekki því ég fékk tíma hjá heimilislækni eftir helgina sem skipti strax um lyf hjá mér, en auðvitað borgaði ég komugjald til hans.

Í raun og veru borga sjúklingar komugjöld hægri vinstri í voru kerfi fram og til baka sem aftur ekki skýrir þann sparnað sem á að vera af því að flýta útskrift af sjúkrastofnunum að mínu viti og það er stórþarft mál að fara nánar ofan í saumana á því hinu sama.

Jafnframt þarf að ræða hvað er grunnþjónusta og hvað ekki og hve mikill hluti af sérfræðiþjónustu er hluti af grunnþjónustu með samningum þar að lútandi.

Flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er heimskuleg aðferð þar sem við höfum haft allan þann tíma til þess að skoða og ígrunda þá þætti þjónustu sem er nauðsyn og þeirrar sem getur hugsanlega minnkað timabundið í þrengingum efnahagslega hér á landi.

kv.Guðrún María.


Íslenska ríkisstjórnin tekur við 596 milljóna fjárframlagi frá Evrópusambandinu.

Enn hefur íslenska þjóðin ekki verið spurð um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún kjósi að ganga í Evrópusambandið, samt eru sitjandi stjórnarflokkar að taka við stórum fjárhæðum til þess að undibúa breytingar vegna aðildar..... aðlögunar.

Það er ekkert eðlilegt við þennan framgang mála, ekkert og sýnir það betur og betur hve mjög núverandi ráðamenn ætla að vanvirða lýðræðið í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rökrétt að breytingar séu kostaðar af ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þora að standa við sannfæringu sína.

Pétur Blöndal á hrós skilið fyrir að þora að ganga ótroðnar slóðir og í þessu tilviki gefa upp afstöðu sína til formannskosningar þar sem hann styður konu til formanns í sínum flokki.

Það er alveg rétt hjá honum að formenn hafa meira og minna verið sjálfkjörnir í íslenskum stjórnmálaflokkum árum saman og það atriði að reyna að breyta þeirri viðteknu venju og fagna eða styðja mótframboð til tilbreytingar, til þess að iðka lýðræði, er eitthvað sem ekki er enn sjáanlegt í Sjálfstæðisflokknum, því miður.

Meira og minna hrúgast karlaliðið í stuðning við sitjandi formann, meðan kvenmenn þora ekki að gefa upp sína afstöðu, með öðrum orðum, menn þora ekki að rugga bátnum, nema Pétur Blöndal.

kv.Guðrún María.


mbl.is Pétur styður Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefni innflytjenda og íslenskukennslan.

Mikilvægi þess að innflytjendur sem hingað koma aðlagist samfélaginu er það stóra atriði að viðkomandi fái notið kennslu í tungumálinu eins og hér kemur fram hjá Amal Tamini.

Íslendingar hafa ekki staðið sig í því efni að kosta kennslu í tungumálinu til handa þeim er hingað koma til starfa og ef til vill dvalar og íslensks ríkisborgararéttar síðar.

Mín skoðun er sú að skylda hefði átt atvinnurekendur er ráða til sín fólk til atvinnu að kosta slík námskeið að hluta til.

Ég fagna því að sjá Amal Tamini á þingi, hún er öflugur málssvari þeirra sem hingað hafa flust og búa og eiga sér engan talsmann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslenskukennska fyrir innflytjendur ekki fullnægjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fimmtán prósent af svínum...

Óhjákvæmilega varð mér nú hugsað til annarrar framleiðslu í landinu bæði til lands og sjávar og verð að játa að ég skil ekki alveg forsendur fyrir inngripi hér að lútandi af hálfu ráðherra málaflokksins.

Þetta er sagt varða framtíð þjóðarinnar, þ.e að handstýra markaði í svínakjötsframleiðslu.

Afar fróðlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefði áhrif á framtíð þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Að vissu leyti er það nokkuð sama á hvaða fjölmiðil er hlýtt, sömu álitsgjafa er að finna mánuði eftir mánuði og ár eftir ár gegnumgangandi, það breytist lítið.

Ríkisfjölmiðlarnir sjá dyggilega um að segja ekki of mikið af fréttum af flokkum í stjórnarandstöðunni, sem ætíð eru í mýflugumynd allt eftir því hver situr við stjórnvölinn.

Þannig hefur það alltaf verið hér á landi.

Miðað við gagnrýni á stjórnmálaumhverfi almennt eftir hrun hér á landi þá hefur það til dæmis ekki gerst ljósvakamiðlar hafi aukið magn þátta í sinni dagskrá þar sem kjörnir fulltrúar ræða saman fyrir framan þjóðina.

Það hefi ég alla vega ekki orðið vör við.

Frumkvæði fjölmiðlamanna að fréttaumfjöllun um stjórnmál og framþróun á því sviði er afar sjaldgæft fyrirbæri, því miður og dægurþrasið og þá og þegar skeðir atburðir yfirleitt einungis verkefnavalið.

Hringborðsumræður allra kjörinna flokka á Alþingi Íslendinga á þriggja mánaða fresti væri ekki ofverk ljósvakamiðla í landinu.

nóg í bili.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband