Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Hafði einhver hagsmuna að gæta við samningu " skötuselslaganna " ?

Er ráðherrann Jón Bjarnason í útgerð eða einhver venslamanna hans ?

Spyr sá sem ekki veit, en hin alvanalega íslenska spilling er óhjákvæmilega það fyrsta sem kemur upp í hugann við hvers konar breytingar.

Skötuselur er alltént ekki helsti nytjastofn á Íslandsmiðum enn sem komið er, þar er þorskurinn efstur og eins og menn vita stendur það í lögum um stjórn fiskveiða að íslensku fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar, þar með talinn skötuselur og þorskur.

Einnig stendur þar að fiskistofnar hvort sem um er að ræða skötusel eða þorsk í formi úthlutaðra aflaheimilda myndi aldrei óafturkræfan eignarétt, viðkomandi aðila sem veiða.

Þetta vita allir sem til þekkja.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vilja að skötuselslög verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega ánægjulegt að menn sjái loks ljósið varðandi skattaívilnanir.

Oft hefur mér þótt ég vera hjáróma rödd að ræða um skattaívilnanir, sem ég tel að megi nota og nýta í mun ríkara mæli í skattkerfinu en verið hefur til þessa.

Mun viturlegra er að viðhafa heildarlöggjöf en sértæka í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki sérlög um ívilnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilaði Kauphöllin ekki undir á " Markaðsdansleiknum " ?

Að Kauphöllin sé allt í einu farin að gagnrýna eitthvað er nýjung, og man ekki eftir að hafa séð nokkuð slíkt áður, en einu sinni er allt fyrst.

Mér best vitanlega spilaði Kauphöllin undir á " Markaðsdansleiknum " en auðvitað er Hrunadansinn ekki alveg sami takturinn, og sökum þess gæti verið að "gagnrýni " væri efst á vinsældalistanum núna, í stað andvaraleysis áður.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Kauphöllin gagnrýnir fyrir hugaða breytingu hjá Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarfið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og ráð Alex Jurshevski.

Það var mjög fínt að fá fram skoðanir þessa manns á íslensku efnahagslífi og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, varðandi framþróun hvers konar hér á landi ellegar stöðnun.

Ég er innilega sammála mati hans.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ekki að leita að fjárfestingarmöguleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki fyrir löngu búið að greina slíkt svigrúm ?

Það hefði mátt ætla að ríkisstjórninni ætti að vera kunnugt um það, hvert svigrúm fjármálastofnanna væri varðandi möguleika til afskrifta, einkum og sér í lagi þar sem bankarnir fóru allir í gegnum endurskipulagningu.

Kanski fjármálaráðherra sé betur kunnugt um slíkt.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vill greina svigrúm banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil mildi að gosið skuli hafa opnast utan jökulsvæðis.

Það þarf ekki að fjölyrða um það að vatnavextir vegna flóða væru sjálfkrafa vandamál, ef gos þetta hefði komið upp í jöklinum sjálfum og það má því segja að mikil mildi sé að þetta komi upp á Fimmvörðuhálsinum.

Engum er rótt þegar eldur er uppi hér á landi, frekar en fyrri daginn og sú er þetta ritar sem ólst upp undir Eyjafjöllum dreymdi í sífellu drauma um gos í jöklinum sem var sennilega það sem maður gat óttast mest, en gos í Heklu og gos i Surti og síðar í Eyjum var eitthvað sem tilheyrði upplifun í nánd á þessu svæði.

Það er stutt síðan mig dreymdi mig standa á hlaðinu heima undir Austur Fjöllunum og sjá svarta móðu umlykja sýn til jökulsins sem er ólíkt öðrum draumum af sama tagi sem hafa annað hvort innihaldið elda eða vatnsflóð.

SWScan00112

Gosið í Eyjum 1973, séð af hlaðinu heima undir Fjöllunum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Litlar breytingar á gosstöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt er svo með öllu illt.....

Það skyldi þó aldrei vera að íslensku náttúruöflin setji strik í stríðið í Írak, en óhjákvæmilega kemur það okkur Íslendingum spánskt fyrir sjónir að mönnum liggi á á leið í stríð.

Það er hins vegar allur varinn góður þegar eldar eru uppi og aska í háloftum.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ferð hermanna frestað vegna goss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt erfiðara fyrir bændur en að yfirgefa bústofninn.

Ég sendi Eyfellingum, og öðrum íbúum Rangárvallasýslu mínar bestu óskir um að allt fari á besta veg.

Fátt er erfiðara fyrir bændur en að yfirgefa bústofninn, og það er sannarlega æðruleysi sem maður hefur séð í viðtölum við fólk á svæðinu í dag.

Það er gott til þess að vita að fyllsta öryggis sé gætt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Öruggara að sofa ekki heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku jökullinn minn.

Nú fyrr ætlaði ég að blogga um þessa frétt en einhverra hluta gat ég það ekki, og hætti við en það var akkúrat á þeim tímapunkti sem jökullinn fór að gjósa, eins skrítið og það er.

 

Það er hins vegar athyglisvert fyrir mig sem bý hér í Hafnarfirði að ekki hefi ég heyrt nokkra flugvélaumferð austur enn sem komið er, héðan af Reykjavíkursvæðinu.

Það var einnig athyglisvert að lesa fyrst um eldgos, á mbl.is, áður en maður heyrði ruv,  koma inn með fréttir.

Ég fór inn á Hekluvöktun ruv, til þess að sjá hvað sæist þaðan og bjarminn var sýnilegur í myndavélinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fljúga yfir Eyjafjallajökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga smáflokks.

Ég sagði mig úr Frjálslynda flokknum í byrjun apríl 2009, en skömmu áður hafði formaður farið þess á leit við mig að ég segði mig af lista sem ég áður hafði verið beðin um að taka sæti á, vegna þess að hafa gengið í stuðningshóp á facebook, við þingmann sem hafði þá sagt sig úr flokknum. 

Ég gekk í Frjálslynda flokkinn 2003, en áður hafði ég aldrei verið flokksbundin í stjórnmálum hér á landi.

Tók þá þátt í framboði í Suðvesturkjördæmi, þar sem þingmaður komst á þing úr því kjördæmi.

Sá hinn sami þingmaður sagði sig úr flokknum áður en kjörtímabil var á enda.

Ég tók þátt í kosningum 2007, og framboði, fyrir sama flokk þar sem flokkurinn hélt sínum þingmönnum á landsvísu eftir miklar mannabreytingar.

Á því kjörtímabili tapaði flokkurinn frá sér tveimur þingmönnum með stuttu millibili, sem hlotið höfðu kosningu.

Allt gerðist þetta undir stjórn Guðjóns Arnars Kristjánssonar sem formanns flokksins og það atriði að kenna þeim um sem yfirgáfu flokk þennan mun til lengri og skemmri tíma teljast vera afar mikil einföldun vægast sagt.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Óeining varð flokknum erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband