Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Mun eðlilegra að kosning um álverið fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum.

Málefni Álversins í Straumsvík er stórmál fyrir Hafnarfjörð og til stendur að leggja málið fyrir aðra kosningu hér í bæ.

Ég tel hins vegar að þjóðaratkvæðagreiðslan um icesavelögin eigi ekki að innihalda nokkuð annað en það mál eitt og sér og fróðlegt að vita hvort samhliða atkvæðagreiðsla um stækkun álversins, verði leyfð í því sambandi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Kosið að nýju um stækkun álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hið nýja Ísland að verða ný þokumóða markaðshyggjunnar , nú í boði vinstri stjórnar ?

Set hér inn skrif mín um markaðshyggjuþokumóðu þá er við höfum ferðast um í undanfarin ár, og svo virðist sem núverandi stjórnvöld hyggist vilja viðhafa áfram, miðað við aðgerðir og aðgerðaleysi allt við stjórnvölinn.

"

Markaðshyggjuþokumóðan !, frelsi hverra til hvers ?

 

 

Það er nokkuð fróðlegt að fylgjast hér með " frjálshyggjupostulum síðari tíma "
sem hafa fengið allt það frelsi sem hugsast getur til athafna, skæla yfir stjórnvöldum sem hafa ausið frelsi án landamæra á báða bóga hin síðari ár.

Það er eitt að fá frelsi og annað að höndla það, þar mun ætíð skína í gegn siðferði viðskipta allra með tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni til handa þegnum landsins.

Réttlát þáttaka atvinnulífsins í skattgreiðslum til samfélagsins jafnhliða hinum almenna borgara er eðli máls samkvæmt það sem heldur einu stykki þjóðarskútu á floti.

Þar er um að ræða samfélagslega ábyrgð á jafnréttisgrundvelli.

Þetta skyldu menn athuga.

kv.
gmaria.

 

 

 

Markaðshyggjuþokumóðan, þrítugasti og fyrsti kapítuli.

Sunnudagur, 4. maí 2008

 

 

Ákveðin tegund öfganýfrjálshyggju hefur verið og er til staðar í stjórnvaldsathöfnum undanfarinna ára þar sem meðferðis eru markmið þess efnis að Ísland sé markaður, þótt þjóðfélagið telji aðeins þrjú hundruð þúsund manns, sem ekki telst markaður.

Þjóðin hefur ekki einungis mátt við það búa að hent væri yfir okkur einhvers konar " markaði " á öllum sviðum ( án þess að hann væri til ) með tilheyrandi einokun, heldur einnig þáttöku hins opinbera í sliku tilstandi með rekstri hins opinbera í járnum og með tekjuafgangi meðan almenningur lepur dauðann úr skel vegna alls konar skattaoffars og gjaldtöku í opinberri þjónustu, á flestum sviðum.

Framsal og leiga aflaheimilda í sjávarútvegi setti þjóðfélagið á annan endann, og eru mestu stjórnmálalegu mistök Íslandssögunnar. Fjármálaumsýsla sem slík jafngilti nefnilega innistæðulausri ávísun sem rúllað hefur veríð áfram allt til dagsins í dag.

Þjóðfélag liðskiptingar kom til sögu líkt og fyrir einni öld síðan, leiguliðar í sjávarútvegi, sjúkraliðar í heilsugæslu, skólaliðar í skólum, osfrv....

Stéttskipting og flokkun sem andvaralaus verkalýðshreyfing hefur látið yfir sig ganga, í áraraðir með tilheyrandi gjá milli tekjuhópa í samfélaginu þar sem mikill hluti af upphaflegum markmiðum og tilgangi hefur verið saltað í tunnu meintrar þjóðarsáttar um stöðugleika í efnahagsmálum sem auðvitað er enginn þegar grannt er skoðað.

Markaðslögmálin hér á landi hafa verið með þeim hætti að nautum hefur verið sleppt lausum úr húsi án þess að nokkuð hafi verið haft fyrir því að girða girðingar áður en sú athöfn kom til, með tilheyrandi ástandi frumskógarlögmála og einokunar, í landi sem ekki einu sinni telst markaður að höfðatölu.

Það alvarlegasta er hins vegar það að sitjandi stjórnmálamenn sem teljast eiga valdhafar við stjórnartauma þykjast ekki lengur geta tekið ákvarðanir og firra sig þar með ábyrgð sem kjörnir fulltrúar almennings í landinu sem innheimtir skatta og veita skal þjónustu til almennings í samræmi við það.

Þeir hafa heldur ekki bein í nefinu til þess að búa til efnahagsumhverfi í einu landi og leyfa fjármálafyrirtækjum að hafa lausann tauminn í þvi efni, sem er jafn alvarlegt og verulegt umhugsunarefni.

kv.gmaria. "

 

kv.Guðrún María.


Obb bobb bobb, ekki er þetta nú alveg rétt.

Mun meiri óvissa ríkti um byggð í Eyjum er eldgosið gat hugsanlega lokað lífæð eyjanna höfninni á sínum tíma.

Í mínum huga er fyrningaleið Samfylkingar um breytingar á kvótakerfinu fyrir það fyrsta orð, en ekki gerðir, og sá sami flokkur mun aldrei framkvæma sökum þess  í fyrsta lagi, að menn munu ekki koma sér saman um það atriði,, og í öðru lagi er það óframkvæmanlegt.

Það hentar flokknum hins vegar að láta slíkar breytingar í veðri vaka, nú um stundir.

Nauðsynlegar breytingar á kvótakerfinu innihalda ákvörðun stjórnvalda um afnám sölu og leigu aflaheimilda  ásamt afskriftum skulda útgerðarinnar samtímis.

Það er sams konar ákvörðun með öfugum formerkjum og þegar slíkt var leyft með lögleiðingu þess hins sama,þ.e. sölu og leigu kvóta, sem jafngilti peningaprentun á þeim tíma.

Öðru vísi geta stjórnvöld ekki tekið á máli þessu, því miður úr því sem komið er.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Aldrei ríkt eins mikil óvissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyfellingar ýmsu vanir af veðurham.

Óhjákvæmilega hefur maður öðlast ákveðna virðingu fyrir náttúruöflunum við að sjá afl þeirra, mátt og megin austur undir Fjöllum í uppvextinum.

Í skólagöngunni sem innihélt skólaakstur að Skógum, var öðru hvoru notaður gamall Weapon bíll í stað Benz rútu, þegar þannig viðraði að þeim síðarnefnda var ekki fært um sveitina vegna veðurhams.

Hamfaraveður gerði einn vetur í byrjun áttunda áratugarins að mig minnir, en þá var öll sveitin nær í rúst eftir það veður. Sem dæmi tókst gamall Bedford vörubíll á loft, heilu þökin fuku í heilu lagi af húsum og rafmagnsstaurar brotnuðu í massavís. Bárujárnsplötur lágu eins og skæðadrífa um allar jarðir eftir þetta áhlaup.

Það hefur því á ýmsu gengið undir Eyjafjöllum gegnum tíð og tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Sjálfvirk bílaþvottastöð“ undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög jákvætt, hvað með önnur sveitarfélög ?

Því ber að fagna að slík ráðgjöf skuli í boði án endurgjalds, sem vissulega kann að skipta miklu máli fyrir marga. Ég velti þvi hins vegar fyrir mér hvort íbúar annarra sveitarfélaga á Stór Reykjavíkursvæðinu fái notið sams konar þjónustu ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ókeypis lögfræðiráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær mótmælir Verkalýðshreyfingin kjaraskerðingum ?

Láglaunapólítikin sem tröllriðið hefur voru þjóðfélagi gerir það að verkum að hluti launþega er jafnvel verr settur en öryrkjar, eftir greiðslu skatta og er þá ekki verið að tala um háar upphæðir tekjulega til framfærslu.

Hvenær ætlar Verkalýðshreyfing þessa lands í heild að viðhafa mótmæli við slíku.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingur tækifærismennskunnar í íslenskri pólítík er Jón Baldvin Hannibalsson.

Ég hefi fylgst með pólítik tímana tvenna og ætíð blöskrar mér það atriði þegar menn hífa og slaka í þágu sinna flokka og kenna öðrum flokkum um það sem miður fer með hæfilega snittuðum athugasemdum að slíku, þar sem ekki er minnst á eigin flokk.

Einu sinni enn útvarpaði Jón Baldvin þessu viðhorfi á Útvarpi Sögu í dag.

Þessi afdalapólítík hér á landi, er hörmung, þar sem menn þvarga frá hægri til vinstri, heilan hring, fram og til baka og aftur sömu leið, plammerandi alla aðra flokka en sína eigin, og þykjast færa fram svo og svo mikilvæg sjónarmið, sem enda á sama punkti og FLOKKURINN  hefur ákveðið, í þessu tilviki Samfylkingin, með sína einstefnu til Evrópu.

Jón Baldvin hefur borið fram þann málflutning að við Íslendingar séu betlarar sem höfum ekkert val og verðum þvi að ganga i Evrópusambandið.

" Beggars can´t be choosers.... "

Getur það verið að það sé vegna þess að sá hinn sami vilji samþykkja icesave ?

Raunin hefur því miður verið sú að þeir sem ég þekki og vilja ganga í Evrópusambandið telja allir að það þurfi " bara að borga icesave....."

Með fyllstu virðingu fyrir Jóni Baldvin þá tel, ég hann nú þegar hafa nóg að gert í tækifærismennsku í íslenskri pólítík.

 

kv.Guðrún María.

 


Þvílíkur ljósagangur !

Ég man nú varla eftir því að hafa séð slíkan blossa og fyrri eldingin birti í kvöld, en þrumur sem fylgdu voru nokkrar.

Ég hleyp nú alltaf til og tek úr vírasambandi tæki sem geta skemmst í svona tistandi en seint gleymi ég því þegar síminn heima í sveitinni hreinlega sprakk í einum slíkum veðurham í gamla daga, en þetta var gamaldags sveitasími, en ekki þarf blöðum um það að fletta hvað hefði getað komið fyrir ef einhver hefði verið að tala í símann þá.

Allur er varinn góður, þegar slíkt veðurfar heimsækir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þrumur og eldingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt tækifæri fyrir forsetann til viðræðna við ráðamenn um veröld víða.

Það er afar ánægjulegt að forseta skuli hafa verið boðið að halda lokaræðu á Heimsþingi hreinnar orku, þar sem honum gefst kostur á að hitta ýmsa ráðamenn og eiga viðræður.

Hef ekkert séð um það að fulltrúar stjórnvalda hér á landi sæki þetta Heimsþing, en kanski hefur það farið framhjá mér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólafur Ragnar í Abu Dhabi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um mál í meðförum þings.

Ekkert er eðlilegra en það atriði að almenningur í landinu fái að segja sína skoðun á máli í meðförum þings er varðar þjóð um verulega hagsmuni til lengri og skemmri tíma.

Kjósendur hafa nefnilega jafn mikið vit á því að kjósa um málin eins og að kjósa menn á þing hverju sinni, og það mun án efa verða veganesti stjórnmálamanna framvegis að hafa vitund um vilja þjóðarinnar og viðhafa samráð á hinu háa Alþingi um mál öll.

Eitt skref til vegs að beinu lýðræði hefur verið lagt og fyrir mig er það afar ánægjulegt að sjá að sá dagur er ákveðinn sem þjóðin fær að segja sína skoðun.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Kosið 6. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband