Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kosningavíxlill Vinstri Grænna, í kjördæmi Steingrims J.

Hver skyldi nú eiga að borga þennan kosningavíxil sem er í boði VG, þessu sinni en alvanalegt fyrirbæri af hálfu gamla fjórflokkakerfisins sem valdatrygging fyrir kosningar ?

Hér falla vinsti menn í nákvæmlega sama pytt og hinir til hægri sem haldið hafa um valdataumana her á landi, þvi miður gömul og ný saga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sjávarútvegsmiðstöð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðishreyfingin í Suðvesturkjördæmi.

Fékk að vita það á fundi með yfirkjörstjórn í dag að framboð Lýðræðishreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefði verið gert gilt, þar sem meirihluti kjörstjórnar studdi þá ákvörðun.

Nánar tiltekið þrír af fimm, kjörstjórnarmönnum, studdu þessa ákvörðun yfirkjörstjórnar, því ber að fagna af minni hálfu.

HomePic02

kv.Guðrún María.

 


Lýðræðishreyfingin Norðausturkjördæmi.

Óska mínum mönnum á Norðurlandi til hamingju með framboðið, lengi lifi lýðræðið.

Haukur var flottur á Akureyri i kvöld.

HomePic02

kv.Guðrún María.


Lýðræðishreyfingin i Norðvesturkjördæmi.

Óska mínum mönnum í Norðvesturkjödæmi til hamingju með lýðræðið það lengi lifi.

 úrdráttur úr fréttinni.

"

Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi er búin að úrskurða alla sjö listana gilda fyrir komandi kosningar að sögn Ríkharðs Mássonar, formanns yfirkjörstjórnar. Annamarkar voru á lista Lýðræðishreyfingarinnar í kjördæminu en að sögn Ríkharðs voru þeir ekki nægjanlega miklir þannig að listinn var samþykktur. Hann segir að nokkrir frambjóðendur á listanum hafi ekki gefið upp í hvaða kjördæmi þeir væru að bjóða sig fram í. Túlka verði hins vegar allan vafa frambjóðendunum í hag. Listarnir hafa verið sendir landskjörstjórn, sem mun taka endanlega ákvörðun um gildi listanna.  "

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Flestir framboðslistar gildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðishreyfingin í Suðurkjördæmi.

Óska mínum mönnum í Suðurkjördæmi til hamingju með lýðræðið, það lengi lifi.

 kv.Guðrún María.


mbl.is Allir listar í Suðurkjördæmi gildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið og túlkun laga.

Það sem kjörstjórn telur annmarka tel ég innan ramma laganna og við í Lýðræðishreyfingunni en þar er um að ræða túlkun á lögunum um kosningar til Alþingis.

Lagabókstafurinn segir svo.

"

32. gr. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi.  "

Vantar skriflegar yfirlýsingar ?        svar NEI

Vantar stuðningsyfirlýsingar ?        svar NEI.

Skriflegar yfirlýsingar allra voru lagðar fram þar sem sumir frambjóðendur rituðu kjördæmi sérstaklega inn á blaðið til viðbótar nafni sínu, aðrir ekki.

Það eru þeir annmarkar sem viðkomandi kjörstjórn hefur á hinum framlögðu framboðslistum.

Sú er þetta ritar situr fund á morgun með kjörstjórninni.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Sex listar gildir í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðishreyfingin er fyrir fólkið í landinu.

Það var afar ánægjulegt að sjá það að fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar í sjónvarpsumræðum í RN , Ástþór Magnússon, var sá eini sem bar fram hugmyndir um raunverulega þróun, hvort sem er á sviði innkomu eins þjóðfélags tekjulega, ellegar lýðræðislegar umbætur í voru samfélagi, í umræðum kvöldsins.

Hann lýsti aðferðafræði stjórnvalda gagnvart honum sjálfum her á landi en hann var handtekinn fyrir það eitt að benda á það  i tölvupósti, að orð þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem staddir voru í Brussel, þýddi sjálfkrafa þáttöku landsins í stríði.

Hann var fyrsti maður til þess að benda á þetta atriði hér á landi, en siðar slógu nokkrir stjórnmálaflokkar á sömu strengi þótt ekki næðu að eygja sýn á það samtímis eins og Ástþór þá.

Sú hin sama handtaka á þeim tíma var eitt dæmi um offar stjórnvalda sem að mínu viti þá og nú.

Tímar lýðræðis fólksins eru að renna upp hér á landi og hvert skref i áttina er skref til góðs.

kv.Guðrún María.

 

 


" Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni, nýtur sins sjálfs.. "

Ég elska aldamótaljóð Einars Ben, vegna þess að þar er að finna framtíðarsýn fyrir þjóðina í heild í meitluðum orðum skáldsins.

Hvernig á fjöldinn í þjóðinni að njóta síns sjálfs ?

Í minum huga er það einfalt því fleiri sem taka þátt í að móta þróun eins þjóðfélags sem virkir þáttakendur beint inn á þjóðþingið, því betra.

 

Þess vegna er það engin spurning í mínum huga að róa öllum árum að auknu lýðræði almennings í landinu svo mest sem verða má, beinu lýðræði með notkunnar á nútíma tækni sem til staðar er og fyrir löngu hefði átt að taka í notkun í þessu sambandi.

 

Þess vegna tek ég þátt i framboði Lýðræðishreyfingarinnar, til lýðræðisumbóta á Íslandi.

 

kv.Guðrún María.

 


Raunverulegt lýðræði mun frelsa þjóðina.

Það er mín bjargfasta skoðun að því meira sem vald sem hægt er að færa í hendur þjóðarinnar um ákvarðanir allar, því betra.

Goggunarkerfi gamla flokkakerfisins og alls konar metorðapot, manna í stjórnmálum tekur of mikinn tíma frá málefnalegri umræðu á þingi og utan þess.

Annaðhvort foryngjadýrkun ellegar skortur á því að taka nauðsynlegar ákvarðanir  hefur einkennt stjórnmálasviðið nokkuð lengi hér á landi.

Þunglamalegt og seinvirkt kerfisskipulag flokkanna þar sem miðstjórnarvald, drottnar og dýrkar yrði úr sögunni með beinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku um mál.

Kjörnir fulltrúar til þings myndu gjöra svo vel að bera ákvarðanir undir þjóðina, og flokkarnir gætu hætt því að sjóða saman fallega loforðasúpu fyrir kosningar.

Lýðræðishreyfingin stendur fyrir heilbrigðri og eðlilegri þróun lýðræðis í landinu, öllum til hagsbóta.

 

kv.Guðrún María.


Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar.

1. Beint og milliliðalaust lýðræði:

Tillögur.

Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.

Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði.

Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.

Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing.

Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.

Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis.

HomePic02 

 

 

2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:

Þingmönnum fækkað í 31.

Landið verði eitt kjördæmi.

Þingmenn verði valdir í persónukosningum.

Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.

Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.

Ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis.

Ofangreint eru tillögur sem fjallað er um og þarf að samþykkja með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu eins og hér er lýst.

 kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband