Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Bókhaldsleikjafyrirtækjamarkaðsfyrirbæri, eða hvað ?

Er þetta ekki gott dæmi um hinn íslenska braskmarkað sem kaupir og selur sín á milli, sitt og hvað þar sem sömu aðilar geta valsað með sín fyrirtæki að hentugleikum þess að greiða hæfilega skatta og gjöld af rekstrinum, innan marka mögulegra girðinga stjórnvalda ?

Girðinga sem upphaflega voru ekki til komin með gaddavír.

kv.gmaria.


mbl.is Birtíngur kaupir DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þágu hverra skal markaðsþjóðfélag vera ?

Mín hugmynd um markaðsþjóðfélag er sú að þar færi hið opinbera frá sér verkefni til handa einstaklingum í landinu án þess þó að stórfyrirtæki geti í krafti stöðu sinnar sölsað undir sig einstök verkefni ellagar meginhluta markaðar þannig að til verði einokun og skortur á samkeppni verði niðurstaða í því efni.

Kvótakerfið er sorglegt dæmi um óhagkvæmt markaðsskipulag þar sem markaðsmódelið var að gera óveiddan fisk úr sjó að brasksöluvöru  á þurru landi sem aftur leiddi til óhóflegrar verðmyndunar, skuldaaukningar fyrirtækjanna og brotthvarfi þeirra af hlutabréfamarkaði hér skömmu eftir innkomu.

Hin gífurlega peningaumsýsla sem lögleiðing þessa skipulags hafði í för með sér, ásamt ófyrirséðum alfeiðingum á byggðaþróun í landinu, og þenslu á höfuðborgarsvæðinu, verðlausum eignum uppbyggðum fyrir skattfé um allt land, hefur aðeins þýtt óhagkvæmni á heildina litið.

Einhver hluti þingmanna úr öllum flokkum er sitja á Alþingi Íslendinga öðrum en Frjálslynda flokknum eiga þátt í þvi að hafa samþykkt markaðsskipulagið sem við lýði er enn í sjávarútvegi og sökum þess hefur illa eða ekki fengist umræða um alla þá hina miklu óhagkvæmni á þjóðhagslega vísu sem kerfisskipulagið inniheldur.

Markaðsmál á öðrum sviðum eru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir því fer svo fjarri og sambland matvörufyrirtækja á markaði með eignarhald á fjölmiðlum, og ýmsu fleiru er með ólíkindum ef grannt er skoðað og sami grautur í sömu skál, er fyrir hendi.

Á sama tíma er ríkið sjálft með eigin forsjá nær 50 % umsvifa atvinnu í landinu í opinberum verkefnum sem ekki hafa verið færð einstaklingum í hendur.

Bankar seldir úr ríkiseigu með axlabönd og belti verðtryggingar líkt og ekkert væri sjálfsagðara, án þess þó að sjá mætti fyrir þau hin sömu áhrif verðtryggingar sem þar komu til á efnahagslif einnar þjóðar.

Aðkoma stjórnmálamanna að því að útbúa eðlileg skilyrði markaðar á Íslandi er ekki nægileg og afar slæmt þegar sjónarmiðin eru þau að dansa eftir því sem er .í stað þess að taka ákvarðanir um nauðsynlega endurskoðun þeirra hinna sömu skilyrða, þegar sýnilegt er að þau þjóni ekki upphaflegum tilgangi.

kv.gmaria.

 


Höfuðborg landsins á ekki skilið þennan hringlandahátt.

Ein ný borgarstjórn enn er einni of mikið af mínu viti því slikur og þvílíkur hringlandagangur sem verið hefur þar á bæ er ein hörmungarsaga til handa Reykvíkingum.

kv.gmaria.


mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er umhverfisslys og óhagkvæmt að henda veiddum fiski aftur í sjóinn.

Hin innbyggða verðmætasóun sem felst í kvóta til veiða veldur sóun þess efnis að hvatinn til þess að henda fiski sem ekki fæst nógu mikið verð fyrir , er fyrir hendi í kerfisskipulaginu.

Sjálfbærni og virðing fyrir lífkeðjunni er veg allrar veraldar við framkvæmd sem slíka, þvi miður.

Það er með ólíkindum að við Íslendingar skulum eyða ómældum fjármunum í umhverfismat á þurru landi meðan við sjáum ekki enn út fyrir landssteina yfir allar okkar auðlindir, en hafið er matarforðabúr þjóða heims ekki aðeins okkar, og því enn ríkari skyldur lagðar á herðar okkur í því efni að mínu viti.

Það kom fram í markaðsfréttum Fréttablaðsins fyrr í sumar að brottkast væri gífurlegt á Íslandsmiðum nú um stundir en þorksveiðiheimildir hafa verið skornar niður.

Þarf umhverfisráðuneyti ekki að fara að taka þessi mál í sínar hendur ?

kv.gmaria.

 

 


Skoðar Hafrannsóknarstofnun veiðiálag veiðarfæra eins og flottrolls, á sílastofninn ?

Sjómenn hafa sagt mér það að flottrollið þ.e. nútíma flottroll, sem veitt er með næstum upp að fjörum lands árið allt um kring kunni að hafa raskað verulega lífríkinu þar með talið sílinu sem aftur hefur valdið því að mávurinn kemur sársvangur á land og hrellir m.a endur á Tjörninni í Reykjavík.

Það kemur fram i frétt þessari að flottroll hafi verið notað við silarannsóknirnar,

 " Togað var með flottrolli og niður á botn."

en skyldi magn þessa veiðarfæris sem er stórt og mikið, vera skoðað sem hugsanlegs áhrifavalds í þvi efni að raska lífkeðjunni og sílinu þ.e veiðiálag árið um kring upp að landsteinum ?

Spyr sá sem ekki veit.

kv.gmaria.


mbl.is Meira finnst af eins árs síli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða segir,

" Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja þar með trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. "

Þetta lagaákvæði er mjög skýrt, og jafn aðgangur manna að sameign þjóðarinnar ætti því eðli máls samkvæmt að vera fyrir hendi í framkvæmd laganna.

Svo er þó ekki því upphaflegar úthlutunarreglur hafa lítt eða ekki nokkurn tíman lotið endurskoðun eftir 25 ára tímabil.

Síðari breytingar sem settar voru inn í sömu lög um framsal og leigu veiðiheimilda millum útgerðaraðila stangast algjörlega á við fyrstu grein laganna og með ólíkindum að slíka þversögn skuli enn þann dag í dag að finna í lögum frá Alþingi Íslendinga og enn ótrúlegra að ekki skuli hafa fengist leiðrétting fyrir dómsstólum landsins.

Markmið laganna um verndun nytjastofna og hagkvæma nýtingu hafa ekki gengið eftir nema siður sé og ekki tekist að byggja upp þorskstofninn við landið með aðferðafræði þeirri sem verið hefur við lýði. Samt hefur engin endurskoðun litið dagins ljós, eftir 25 ár.

Á stundum hefur mér fundist það að við í Frjálslynda flokknum sem höfum tekið málefni fiskveiðistjórnunar sérstaklega fyrir höfum nær fengið einkaleyfi á þeirri hinni sömu umræðu þvi aðkoma annarra flokka að málinu hefur illa eða ekki verið sýnileg lengst af, líkt og fiskveiðiauðlindin væri aukaatriði sem og atvinna manna og byggð í landinu.

Þó má eygja vonarglætu eftir að Framsóknarflokkur fór úr ríkisstjórn og skipt var um forystu á þeim bæ þar sem nýr formaður segist vilja endurskoðun fiskveiðistjórnar. Það er vel.

Hvorki VG né Samfylking hafa viðrað skoðun á málefnum fiskveiðistjórnunar sem heitið geti og þeir síðarnefndu sest í ríkisstjórn með  Sjálfstæðisflokki með núverandi kerfi við lýði án endurskoðunar.

Eitt er ljóst, framkvæmd laganna þarfnast vægast sagt skoðunar við.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Enn ein hagfræðiskýringin um meint brim álags á íslensku bankana.

Íslensku bankarnir voru seldir úr ríkiseigu með axlabönd og belti verðtryggingar,  í útlánum, þannig að þeir hinir sömu höfðu þar með eðli máls samkvæmt gulltryggingu sinna útlána á íslenskum markaði með verðtryggingu og hafa enn.

Klaufaskapur stjórnmálamanna við stjórnvölinn þess efnis að afnema ekki verðtryggingu um leið og bankar voru seldir úr ríkiseigu er eitthvað sem menn verða að gjöra svo vel að fara að horfast í augu við og leiðrétta ef meiningin er að stjórnvöld stjórni landinu en ekki bankar og fjármálastofnanir sem makað hafa krókin sem birtist í ofurlaunum stjórnenda umfram allan almenning i landinu.

kv.gmaria.


mbl.is Tryggingaálagið tæknilegt vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kvótakerfi sjávarútvegs undirrót núverandi vandræða í efnahagslífi Íslensku þjóðarinnar ?

Mistök þau sem gerð voru að leiða í lög heimild til þess að braska með óveiddan fisk á þurru landi fyrir sextán árum síðan, millum handhafa veiðiheimilda, gerðu það að verkum að bankar hófu að taka veð í óveiddum fiski úr sjó.

Ég endurtek     V E Р    í     ó v e i d d u m   f i s k i  úr  sjó.

Gat einhvern órað fyrir því að ekki yrði endilega veitt hið sama og þau hin sömu veð höfðu með að gera sem bankar og fjármálastofnanir höfðu hlaupið til með að veita ?

Höfðu fjármálastofnanirnar verið að fylgjast með því að þorksstofninn væri að byggjast upp samkvæmt tölulegum upplýsingum þar að lútandi gegnum árin ?

Hvað svo þegar niðurskurður kom til af hálfu stjórnvalda á síðasta ári ?

Rýrnaði veðgildið ?

Er það núverandi útflutningsfyrirtækjum til hagsbóta að gengi íslensku krónunnar sé með því móti sem það er í dag ?

Hvað með almenning í landinu ?

 

kv.gmaria.

 


Hvar er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar ?

Var ekki verið að ráða efnahagsráðgjafa til starfa fyrir íslensku ríkisstjórnina ?

Á hann ekki að vera talsmaður í efnahagsráðstöfunum eða bara ráðgjafi bak við tjöldin ?

Ég hef enn ekkert heyrt frá þeim hinum sama er hann kanski ekki tekinn til starfa ?

 

kv.gmaria.


Yndisleg helgi í frið og ró undir Fjöllunum.

Við mæðgin fórum austur undir Fjöll um helgina og nutum þess að vera í andaktugri kyrrð og ró.

Skrapp einn rúnt upp að Skógum á laugardaginn og fór í leiðinni framhjá fyrrum menningarsetri sveitarinnar Félagsheimilinu í Skarðshlíð sem greinilega þarfnast verulega húsverndunarátaks að sjá má á þessari mynd sem varð nú all sérstök og ég hélt í fyrstu að ég hefði myndað tröll í fjöllunum en síðar kom í ljós að plastpoki í bilnum hafði speglast þannig að grísinn kom á þak hússins.

R0010456.JPG

Einhvern veginn finn ég til með húsinu og sorglegt að horfa á það í niðurnýðslu sem þessari en allt kostar fjármuni það veit maður og sjálfsagt snýst málið um það hér sem annars staðar.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband