Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Algjört stjórnleysi Íslendinga á vinnumarkaði með óheftum aðgangi án skilyrða inn í landið.

Það var Frjálslyndi flokkurinn sem ræddi málefni innflytjenda í síðustu kosningum til þings sem tímabæra umræðu í okkar samfélagi sem aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa nokkurn veginn alveg komið sér hjá að ræða. Kastljósið í kvöld fjallaði um einn anga af því verkefni sem við er að fást á íslenskum vinnumarkaði hvað varðar tungumálakunnáttu fólks við þjónustu i íslensku samfélagi. Meira og minna leyfa starfandi fyrirtæki á íslenskum markaði sér það að bjóða fram þjónustu þar sem starfsmenn hafa ekki vald á íslensku máli sem hvoru tveggja orkar vægast sagt tvímælis sökum þess að fyrirtæki missa viðskipti því samskipti missa marks um þjónustuna. Hvers vegna í ósköpunum er fyrirtækjum ekki gert skylt að kosta námskeið starfsmanna sinna til þess að læra málið ? Eiga hlutirnir bara að ganga áfram einhvern veginn í þjónustu við fólkið í landinu ? Þarf ekki að fara að draga fram fyrirtæki sem standa sig vel í þessu efni og þau sem standa sig illa, eða hvað ? Skyldi það vera að hið háa Alþingi þyrfti ef til vill að láta sig mál þessi varða ?

kv.gmaria.


Miklu minni þorskur til að veiða = henda skattfé í allar áttir ómarkvisst undir nafninu " mótvægisaðgerðir "

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vega á móti skerðingu þorskafla á Íslandsmiðum næsta fiskveiðiár eru algjörlega út i hött og það verður að taka undir það sjónarmið Friðriks Arngrímssonar framkvæmdastjóra LÍÚ að slíkt kallar svo sannarlega á pólítíska spillingu þegar menn á einhverjum tímapunkti ætla að fara að ákveða svo og svo mikið fé hingað og þangað eftir hentugleikum í hitt og þetta. Afskaplega ómarkvisst í raun á þjóðhagslegan mælikvarða sem Davíð Oddson Seðlabankastjóri hefur einnig bent á að kunni hugsanlega að verða verðbólguhvetjandi í allri þenslunni sem ekki hefur tekist að koma böndum á og því tímaskekkja mikil. Sjálf vildi ég hins vegar sjá LÍÚ fara fyrir ósk um endurskoðun laga um fiskveiðistjórn hér við land sem er hvoru tveggja tímabær og nauðsynleg ekki hvað síst varðandi rannsóknaþáttinn og ákvarðanatöku í því framhaldi fyrr og síðar.

kv.gmaria.


Þarna er góð miðstýring á ferð.

Það er mjög ánægjulegt að sjá ýmsar tilraunir borgaryfirvalda í Reykjavík til að bæta úr umferðaröngþveitinu á höfuðborgarsvæðinu og þessi er ein af þeim og mjög fróðlegt verður að sjá hvernig þetta kemur til með að virka. Óska Villa og Birni til hamingju með verkefnið.

kv.gmaria.


mbl.is Umferðarljósum nú miðstýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun virðisaukaskatts á matvöru hefur EKKI skilað sér til neytenda.

Það er stórfurðulegt að skattalækkanir sem stjórnvöld guma sig af í prósentum talið skuli ekki fyrirfinnast í vasa almennings i landinu en svo er ekki varðandi lækkun virðisaukaskatts á matvöru sem átti sér stað í mars á þessu ári. Skattalækkanir af þessu tagi þýðir ekki að boða fyrirfram því menn bregðast einfaldlega við og hækka áður en skattalækkanir koma til sögu með alls konar útskýringum þess efnis að sjá má. Í upphafi skyldi því endir skoða hvað varðar skattalækkanir sem nýtast skuli almenningi í landinu.

kv.gmaria.


Siðvitund og siðvenjur samfélagsins byggja á iðkun.

Það er ekki nóg að vita hvað á að gera ef æfing fer sjaldan eða aldrei fram í því hinu sama. Hef oft tekið sem dæmi uppeldismálin því á ungdómsárum fer mótun fyrir lífstíð fram. Leiksskólakennarar og starfsfólk á leikskólum lagði mikið á sig að kenna börnum borðsiði áður en þau hefja skólagöngu í grunnskóla en lengst af tók ekkert borðhald við í grunnskólanum þótt undanfarin ár hafi það færst verulega til bóta og börn eigi kost á því að fá skólamáltíðir í grunnskólanum. Heima fyrir þar sem fjölskyldumeðlimir hittast á stundum á hlaupum í máltíðir eru það helst leikskólabörnin sem kunna sig til þess að viðhalda borðsiðunum ef fjölskyldan kemur saman við matarborðið.  "Hendur undir borð og ekki segja orð þangað til sagt er gjöra svo vel."  Að máltíð lokinni er þakkað fyrir matinn.

Þessi annars einfalda og sjálfsagða siðvenja er stór kapítuli af því sem eftir kemur hvað varðar agaða þáttöku í samfélagi manna þar sem virðing er iðkuð.

kv.gmaria.


The political party Samfylkingin which is a part of the government want to take English into Icelandic community also as well as the Icelandic language.

I say shame on you Samfylking for such að terrible trying to wipe out our icelandic language. I speak out in English so maybe it will reach the ears concurning this matter. Reconsider this idea.

kv.gmaria. 


Hvað fer mikið hlutfall af ofursköttum launþega í niðurgreiðslu hins opinbera á rándýrum lyfjum ?

Lyf eru nauðsynlegur hluti af voru mannlífi en hins vegar er ekki þar með sagt að lyfjafyrirtæki og söluaðilar eigi að hafa allt að því sjálftöku á verðlagningu á þeim hinum sama varningi í voru þjóðfélagi. Þótt lyf séu nauðsynleg og þörf við lækningar þá er sennilega einn þriðji  magns í umferð og notkun af lyfjum sem gagnast lítið sem ekki neitt að mínu viti og frekar til óþurftar heldur en hitt og kann jafnvel að hamla lækningu vegna allra handanna auka og samverkana þar sem til verður sjúkdómsástand af samsullinu öllu. Ekki hvað síst veldur það verulegum búsifjum hjá fólki á efri árum að mega kosta stórum hluta lítilla tekna í allra handanna lyfjaávísanir við hinu og þessu sem hið opinbera niðurgreiðir í mismiklum mæli en miklum þó á þjóðhagslegan mælikvarða. Opnum augun og skoðum málin af mannlegri skynsemi með gagnrýnið viðhorf í huga.

kv.gmaria.


Það þarf að fara að hrista upp í þessum lyfjamálum hér á landi, hið fyrsta.

Hvar er Lyfjastofnun, Lýðheilsustöð, Samkeppnisstofnun ? Hvar er ASÍ voru þeir ekki að dandalast í verðkönnunum fyrir ekki svo löngu ? Hvar eru Neytendasamtökin ? Við Íslendingar höfum látið hafa okkur að fíflum í lengri tíma varðandi upphæðir fyrir lyf til nauðsynlegra nota og þjónum þar hagsmunum lyfjafyrirtækja einkar vel en hagsmunagæsluverðir almennings í þessu efni hvar eru þeir ?
mbl.is 70% verðmunur á lyfi í Danmörku og Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þetta sem þarf að gera, eins og Öryrkjabandalagið bendir á.

Skýrar og skilmerkilegar tillögur frá Öryrkjabandalaginu sem ég tek heilshugar undir. Það er vissulega komið að þeim tíma að lágtekjufólk, öryrkjar og aldraðir njóti skattalækkana í þessu þjóðfélagi sem þessir hópar hafa ekki séð í áraraðir.

kv.gmaria.


mbl.is Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsetustyrkir í sveitum landsins til að nýta og nytja landsins gæði er hvoru tveggja tímabært og eðlilegt.

Við Íslendingar erum alltaf svo aftarlega á merinni að það hálfa væri nóg og þótt einn stjórnmálalflokkur komi með með hugmyndir og ábendingar um betri skipan mála þá er það alveg ómögulegt að sitjandi flokkar við stjórnvöl horfi á hugmyndir þess efnis sökum þess að þeirra flokkar voru ekki fyrstir með hugmyndirnar, svo fáránlegt sem það nú er. Minn flokkur hefur í mörg ár lagt til að teknir verði upp búsetustyrkir til handa fólki í sveitum sem hvoru tveggja gerir fólki kleift að aðlagast atvinnuháttabreytingum í landbúnaði sem og að notkun og nýting verðmæta svo sem íbúðarhúsnæðis á landsbyggð ásamt mögulegum búskap til heimilsnota kann að vera val einhverra um búsetu úti á landi. Slíkar aðgerðir eru því þjóðhagslega hagkvæmar til lengri tíma litið og styrkja og styðja við innviði samfélaga sem eiga undir högg að sækja.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband