Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Sennilega alveg rétt.

Held að þetta sé nú nokkuð mikið rétt hjá Seðlabankastjóra, að svo komnu máli , en tíminn mun leiða það í ljós, hins vegar hver þróun mála verður.

kv.gmaria.


mbl.is Davíð: Markaðurinn þráði góðar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum svo mikið sem hendum á glæ....

í hugsunarleysi og spani. EF nýttum við hluti úr nógbrunnasæ, þá væri ekki eins mikið af skrani. Datt þetta gamla vísukorn mitt í hug eftir áhorf á þáttinn hann Gísla, Út og Suður í kvöld þar sem hann ræddi við konu  austur í Rangárþingi ,sem ræddi nauðsyn þess að nýta hlutina. Auðvitað er þetta alveg stórnauðsynleg hugsun í nútímanum, svo fremi við viljum komandi kynslóðum framtíð. " Það étur ekki mat " sagði amma mín heitin stundum þegar spekúlerað var í því hvort geyma ætti þetta eða hitt , eða henda því. Sjálf er ég haldin mikilli söfnunaráráttu á stundum um of að tel, en það skal þó viðurkennt að það hefur komið til góða, og í stað þess að henda öllu sem afi og amma eða pabbi og mamma áttu og komið hefur í manns hlut að varðveita, koma hlutirnir til þess að ganga í endurnýjun lífdaga, ef til vill sökum þess að tiskan gengur í hringi, til dæmis. Góði hirðirinn i Sorpu er gott dæmi um nýtingu og stórskemmtilegur að heimsækja.

kv.gmaria.


Fíkniefnavandamálagalleríið, koma þarf á nánu samstarfi foreldra og lögreglu hvarvetna.

Ég lít svo á hér á landi sé hægt að gera heilmikið meira í því að fyrirbyggja vandamál, áður en þau kunna að flokkast sem slík og ég sé fyrir mér mun nánara samstarf foreldra og lögreglu gagnvart börnum sem leiðst hafa út í neyslu fíkniefna. Foreldri barns sem einu sinni hefur komið við sögu hjá lögreglu í einhverju hverfi ætti sjálfkrafa að verða hluti af samstarfshóp sem leggur drög að samvinnu um frekari þróun mála þar sem upplýsingar um félagsskapinn liggja yfirleitt hjá foreldrum fyrst og síðast. Ég tel nauðsynlegt að efla slíkt samstarf hver svo sem kann að hafa að því frumkvæði.

kv.gmaria.


Andlaus eftir grúsk í lagasafninu,

Varð að gjöra svo vel að henda mér í það í gærkveldi og í dag að grúska í lagasafninu við leit að heimild tryggingarfélaga til endurkrafna á hendur aðilum sem enn eru ekki fjárráða. Endaði í skaðabótalöggjöfinni þar sem ég fann loks klásúlu sem eitthvað hefur með málatilbúnað að gera sem við er fást. Svo þarf maður að útbúa greinargerð með tilvísan og svo framvegis, afskaplega leiðinlegt verkefni, vildi hafa eitthvað annað að gera en maður velur sér víst ekki viðfangsefnin, þau koma upp í fangið á manni og leysa verður úr þeim hvað best hver má.

kv.gmaria.


Hinn " frjálsi " markaður hér á landi, skapar alveg stórkostlega samkeppni er það ekki ?

Umgjörð markaðslandamæranna skiptir nokkru máli um þróun þá sem á eftir kemur of ef það heppnast ekki í fyrstu að girða girðingar þá er markaður án landamæra eins og að sleppa nautum lausum úr girðingu, og frumskógarlögmál tekur við og þeir stærstu og sterkustu æða yfir allt og eiga allt á endanum sem aftur veldur því að einokun verður til. Kvótakerfi sjávarútvegs frá lögleiðingu framsals aflaheimilda útgerðarmanna í millum er skólabókardæmi um slíkt ástand, hér á landi en það á við fleiri svið því miður. Svo er komið að hluti aðila hér eiga matvörumarkað eins og hann leggur sig frá a-ö frá framleiðslunni , til dreifingar og sölu í verslunum og geta því sem framleiðendur hækkað verð á framleiðslu til dreifingaraðlila, sem aftur kostar hækkanir í smásölu , þótt hið opinbera hafi ákveðið að lækka virðisaukaskatt á matvöru. Svo þykist engin skilja neitt hvorki verkalýðshreyfing né sitjandi stjórnmálamenn. Ætli það sé ekki tími til kominn að menn fari að skoða forsendur málanna.

kv.gmaria.


Rekstur hinnar opinberu þjónustu á ekki að þurfa að vera í járnum skorts á fjármagni til lágmarksþjónustu.

Það er gott og gilt markmið að spara fjármuni en þegar svo er komið að viðhorfið virðist miðast við það að  " SPARA AURINN EN KASTA KRÓNUNNI " þá þarf að endurskoða forsendur allar. Hvert einasta ár vantar starfsfólk að hausti við grunnþjónustu við menntun, hvert einasta ár eru vandamál varðandi skort á þjónustu við heilbrigði og þjónustu á öldrunarstofnunum. Með öðrum orðum alltaf sama ástand, alveg sama hvað menn þykjast vera að gera hér og þar til umbóta. Fjárveitingavaldið sem sitjandi valdhafar á hverjum tíma hafa með að gera þar sem meirihlutasamþykkt fjárlaga fer fram ár hvert,  á Alþingi, skapa forsendur þessa ástands. Það er mjög óeðlilegt að ríkið eða sveitarfélög gumi sig síðan af tekjuafgangi meðan ekki tekst að uppfylla grunnþjónustuþarfir þær sem lög kveða á um, að hvort stjórnsýslustig fyrir sig skuli uppfylla en ekki gengur eftir í raun. Vegna þessa hefi ég talað fyrir því að hvoru tveggja sé sjálfsagt og eðlilegt að skilgreina þjónustustig þessarra þátta sem hver aðili á að uppfylla, þannig að mönnum sé ljóst hvar verður að betrumbæta og breyta um, annað eins hefur nú verið skilgreint. Því fyrr því betra.

kv.gmaria.


Vonandi hafa menn notið menningarnætur.

Menningarnótt í Reykjavík lauk með flugeldasýningu kl.23.00 í kvöld, samkvæmt dagskrá sem kom inn um lúguna hjá mér. Sjálf fór ég tvær ferðir inn í Reykjavík í dag þó ekki til þess að sækja menningarnóttina. Ætlaði nú að fara hér upp á Kaldárselsveg og glápa á flugeldasýninguna en nennti því ekki þegar til kom. Dagurinn fór sem sagt hjá mér í daglegt amstur, arg og þras, sem dropa í lífsins tímaglas. Það er von mín að menn hafi notið þessa dags sem skyldi.

kv.gmaria.


BUGL er starfssemi sem tala má um á heimsmælikvarða í heilbrigðiskerfinu.

EF það væru til svona tíu staðir í viðbót, af sömu stærðargráðu og barna og unglingageðdeild LSH, mætti heita að við værum að sinna vandamálum tengdum geðröskunum hvers konar að mínu viti nokkurn veginn í samræmi við þarfir. Áhyggjur Bjarna ráðgjafa á BUGL varðandi 150 milljónir sem ákveðið hefur verið að verja til að bæta starfssemi þessa eru réttmætar því upphæðin er dropi í hafið í raun og endurspeglar enn skort á framtíðarsýn um lausn mála af hálfu stjórnvalda þvi miður. Aukning geðraskana er að vissu leyti vandamál sem tengist notkun fíkniefna og það atriði að höndla það mál á forstigum einkenna sem slíkra af fagfólki  skiptir miklu máli .  Stofnun þar sem samhæfing er á faglegum forsendum frá a-ö eins og BUGL kemur mér fyrir sjónir með fólki eins og Bjarna ráðgjafa og öllum oðrum er þar starfa sem ein heild með samvinnu frá yfirlækni til gæslumanna til foreldra barna, skilar árangri sem skiptir máli til þess að byggja upp börn úr geðröskunum til þáttöku í samfélaginu. Hvergi nokkurs staðar i heilbrigðiskerfinu er að finna eins lélega aðstöðu fyrir starfsmenn sem hafa þrengt að sjálfum sér til þess að auka rými fyrir skjólstæðinga og innlagnir á eina stofnun gegn um árin. Hvergi að ég tel, því sameiginleg aðstaða starfsmanna unglingadeildar er sennilega innan við örlítið herbergi í íbúð. Skrifstofur hafa verið teknar undir herbergi sjúklinga til þess að skapa fleiri pláss. Sé einhver ein stofnun innan íslenzka heilbrigðiskerfisins sem fær frá mér 100 % einkunn þá er það starfssemi Unglingadeildar BUGL.

kv.gmaria.


Var ekki Bubbi að syngja í beinni í sjónvarpinu þegar ég opnaði.

Ég kveikti ekki á sjónvarpinu fyrr en undir hálf ellefu í kvöld, ég sofnaði nefnilega um kvöldmatarleytið og fékk svo gesti í kaffisopa. Það eru viðbrigði að fara að vakna eftir sumarfrí í vinnu á morgnana sem tekur smá tíma að leiðrétta. Alveg var ég búin að steingleyma að sjónvarpið ætlaði að sýna beint frá tónleikum, þótt hafi lesið það einhvers staðar áður. Bubbi fékk fólkið til að syngja með sér sem var gaman að sjá og skapaði greinilega stemmingu. Ég held að Árni Johnsen hefði átt að vera þarna til að enda tónleikanna í stað Stuðmanna, því þeir þurfa að hvíla sig eða finna söngkonu með sér og fleiri hljóðfæri en í gamla daga var ég mikill aðdáandi Stuðmanna og Spilverksins í eina tíð . Bjöggi bætti smá flóru við eins og hans er von og venja enda Hafnfirðingar afar framarlega hvar sem er he he...

kv.gmaria.


Húrra , húrra, húrra, ......

Landsbyggðin lifi, maður getur ekki annað en hrópað húrra fyrir þessum tíðindum sem eru þess eðlis að ber að fagna. Þjónusta við landsmenn alla að sjálfsögðu.

kv.gmaria.


mbl.is Nýtt pósthús opnað á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband