Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Og " patentlausnataskann " dregin fram,til að lækna kvótakerfið á Vestfjörðum.

Línuívilnun, byggðakvóti, halelúja , amen... Enn einu sinni koma menn fram með patentlausnatilstandið sem allir vita að hefur ekkert að segja og engu skilar til langframa meðan menn hafa ekki þor eða kjark til að ráðast í það verkefni að breyta fiskveiðistjórnarkerfi sem virkar ekki fyrir þjóðina. Vestfirðingar hafa fengið nóg af virkni þessa kerfis sem og margir aðrir víða um land, kerfis sem er fjármagnsbraskkerfi en ekki fiskveiðikerfi til framtíðar. Að menn skuli virkilega ekki sjá að frelsi sjómanna til þess að veiða fisk á trillum með handfæri er afar auðvelt að koma á utan þess kvótakerfis sem við lýði er, en slíkt ógnar ekki fiskistofnum hér við land, þvi fer svo fjarri. Það er spurnig um vilja og ákvarðanir , annað ekki.

kv.gmaria.


Framsóknarmenn farnir að fíflast í fjölmiðlamönnum ?

Þetta skyggir á stórnarmyndunarviðræðurnar og ekki betra ef verður umfjöllunarefni dag eftir dag hvort Jón sé að hætta eða ekki að hætta eins og hið venjulega fréttamat í kjölfar tíðinda sem þessara er, oftar en ekki .

kv.gmaria.


mbl.is Jón segir fregnir af andláti sínu stórlega ýktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar verða að standa gegn ofaustri sýklalyfja.

Frétt þess efnis að enn væri of mikil notkun sýklalyfja í gangi hér á landi og lyfjaónæmi í kjölfarið til staðar, er góð ábending frá lækninum sem kom þessu á framfæri. Það verður hins vegar ekki lagt á foreldra barna að meta þörf sýklalyfjanotkunar, það verða læknar að gera og læknar verða að standa gegn ofaustri slíkra lyfja, þeirra er hin faglega ábyrgð í þessu efni. Aðgengi fólks að sínum heimilislæknum er hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir og ekki skrítið að fólk leiti á vaktir síðdegis sökum þess að þegar leita þarf læknis hittir það ekki endilega á mögulega viðtalstíma. Heilmilislæknar fara heldur ekki í vitjanir þótt viðkomandi sé fárveikur heima fyrir á dagvinnutíma þá má fólk gjöra svo vel að bíða þar til Læknavaktin opnar kl.17, ef það kemst ekki á vaktir í heilsugæsluumdæmum hér á höfuðborgarsvæðinu.

kv.gmaria.


Orsök byggðavandans er kvótakerfið, það er ekki flókið.

Það atriði að eitt stykki kerfisskipulags hvers konar innihaldi leyfileg skilyrði til þess að eitt sjávarþorp geti orðið án atvinnu á svipstundu vegna framseljanlegra heimilda til fiskveiða, sem kerfisskipulagið inniheldur, er lélegt skipulag sem gengur gegn þjóðarhag í heild en tryggir einkaaðilum er stunda útgerð og eru handhafar skammtímaarðsemi. Svo virðist sem ekki einu sinni myndi nægja að þorskur hreinlega hyrfi af Íslandsmiðum svo Sjálfstæðisflokkurinn sæi einhverja agnúa á þessi kerfi og teldi að þess væri endurskoðunar þörf. Samfylking og Vinstri Grænir hafa reyndar verið steingeldir varðandi gagnrýni á handónýtt fiskveiðikerfi og þess ekki að vænta að nýr stjórnarsáttmáli með Samfylkingu innihaldi annað en orðagjálfur um auðlindir og sameign með rammaáætlunum allra handa. Meðan að menn skirrast við að horfast í augu við orsök og afleiðingu þá fer sem fer.

kv.gmaria.


Heilbrigt viðskiptaumhverfi , hagsmunir Íslendinga.

Við Íslendingar erum fáír og teljumst varla markaður á alþjóðavísu að höfðatölu, og því ríkari skyldur liggja að því að stjórnvöld skapi eðlileg samkeppnisskilyrði við innleiðingu markaðsfrelsis hvers konar, hvarvetna. Óheft frelsi öðru nafni frjálshyggja kann að vörmu spori að snúast í helsi, fákeppni og einokunar, þar sem upphaflegur tilgangur frelsis hvers konar hefur snúist í öndverðu sína og frelsi einstaklingsins er fjötrað í formi þáttöku fjárskuldbindinga svo sem verðtryggðra lána fjármálastofnana sem ætíð tryggja lánveitanda gegn tapi meðan lántakandi greiðir áhættu lánveitandans að fullu dýru verði. Fjármagnsbrasksmarkaður með óveiddan fisk úr sjó í formi kvóta sem stjórnvöld á sínum tíma fengu sem flugu í höfuðið hefur raskað flestu í efnahagsmálum þjóðarinnar sem raska má. Verðtryggðu fjármálastofnanirnar hófu nefnilega að taka óveiddan fisk gildan sem veð og offjárfestingaæði greip um sig með fjármálatilstandi sem nefnt var góðæri fyrir alla landsmenn en lífeyrissjóðir hófu nefnilega að fjárfesta í fyrirtækjunum þegar þau voru á hlutabréfamarkaðnm hinum nýstofnaða. Hinn almenni launþegi hafði náttúrulega ekki hugmynd um tilstandið því hann var ekki sérstaklega spurður um fjárfestingarnar. Árangurinn var og er enginn af skipulaginu því miður sú er raunin og sama má segja um ýmislegt annað sem átt hefur að þjóna landsmönnum sem ágóði af markaðsvæðingu, þar sem tilfærsla þjónustu þýðir meiri kostnað og meiri skatta en ekki minni því ríkisútgjöldin hafa ekkert minnkað í heildina við tilstandið. Væri kanski þörf að leggja nokkra mælikvarða á ákvarðanatökuna með árangursmat innifalið.?

kv.gmaria.

 


Flateyri, atvinnan horfin hvað svo ?

Fer ekki heilsugæslan sömu leið , svo skólinn, og loks fólkið allt, hvað annað ? Þetta er kvótakerfi sjávarútvegs með sínum tilfæranlegu aflaheimildum , s.s. sölu og leigu millum útgerðaraðlila. Til hvers var verið að fjárfesta í Vestfjarðagöngum ef þetta er niðurstaðan kæru ráðamenn ? Ef til vill ættu Vestfirðingar að vera undanþegnir sköttum , eða hvað ? Hve lengi á þessi endaleysa að ganga ? Þangað til landsbyggðin hefur endanlega lagt upp laupana og skattfé landsmanna allra hefur orðið eldi að bráð. Skólar , heilsugæsla , samgöngur, hafnarmannvirki, sem skattfé hefur verið varið til af fjárlögum í áraraðir hér og þar ónýtt og engum til gagns, óarðbær fjárfesting án samsömunar við kvótakerfi sjávarútvegs. Á sama tíma geta kvótaeigendur selt sig út úr atvinnugreininni hver um annan þveran, og atvinnugreinin því mergsogin af fjármagnsbraski því sem innifalið er í kerfið. Til þess að bæta gráu ofan á svart virkar kerfið ekki til uppbyggingar verðmesta fiskistofnsins þorksins, því aldrei hefur minni afli verið borin á land en nú. Það er spurning hvað margar bjöllur þurfi að klingja til þess að menn heyri sem og hve margar tölur á blaði þurfi að koma til svo augu manna ljúkist upp.

kv.gmaria.


Argaþras og rifrildi eftir kosningar, gat það verið !

Framsóknarmenn ausa úr skálum reiði sinnar í garð  fyrrum samstarfsflokksins í ríkisstjórn og saka um óheilindi, í viðræðum um ríkisstjórnarmyndun. en jafnframt skjóta þeir spjótum að Vinsti Grænum fyrir að skjóta spjótum á þá. Að vissu leyti er það skiljanlegt að Framsóknarmenn þurfi að tjá sig mikið eftir langa dvöl með Sjálfstæðismönnum sem ætíð hafa farið með fjármálaráðuneytið í því stjórnarsamstarfi. Menn virðast annars hafa notað gemsana mikið út og suður til þess að ráða ráðum sínum því ekki virðist lengur þurfa formlega fundi í reykfylltum bakherbergjum til þess að tengja saman víra hér og þar. GSM símarnir duga. Þeir hafa því að öllum líkindum tekið við af hinum reykfylltu bakherbergjum.

kv.gmaria.


Það er alvarleg þróun ef afskipti auðmanna af kjöri til Alþingis eru í krafti auðs.

Þegar loksins hefur tekist að setja löggjöf um bókhald stjórnmálaflokka hér á landi þá sjást nýjar birtingamyndir að virðist, varðandi áróður hagsmunaaðila er beita áhrifum sínum í krafti auðs gegn einhverjum sem þeim líkar ekki sem og ábendingu á þá sem þeir vilja sjá við völd. Hér er um alvarlega þróun að ræða og mér reyndar óskiljanlegt að menn skuli ekki velta meira fyrir sér en raun ber vitni. Það gefur augaleið að engum er akkur að því að réttarkerfi eða dómsstólar séu rifnir niður í einu landi og ráðherra málaflokksins gerður persónulega ábyrgðarmaður fyrir ákvörðunum hvers konar gagnvart aðilum er koma þar til eftirlits ellegar meðferðar hjá dómsstólum því eitt skyldi yfir alla ganga auðmenn jafnt sem aðra og ef einhver telur sig órétti beittann ellagar lotið hafa offari í formi stjórnvaldsákvarðana þá er þess hins sama rétttar að leita fyrir dómsstólum og í réttarkerfinu. Þar getur Jón Jónsson ekki auglýst fyrir kosningar sjálfum sér til handa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum af sínum verkamannalaunum og því skyldi slíkt teljast eðlilegt af hálfu forsvarsmanna stórfyrirtækja ?

kv.gmaria.


Tveir flokkar sem hvorugir þora að umbreyta í sjávarútvegsmálum.

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa engar áhyggjur af því að minni þorskur en nokkurn tíma sé á land borinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn lætur alla gagnrýni á kerfið sem vind um eyru þjóta meðan sjávarþorpin verða atvinnu og bjargarlaus eitt af öðru og Samfylking hefur ekki viðrað skoðanir á sjávarútvegsmálum sem heitið geti allt kjörtímabilið síðasta né heldur fyrir þessar kosningar. Mér hugnast því ekki samstarf þessarra flokka með tilliti til endurskoðunar eða umbreytinga á ónýtu kerfi sem er fyrir löngu gengið sér til húðar og mun þurfa að umbreyta innan fárra ára sjálfkrafa.

kv.gmaria. 


Þarf ekki að stofna Samtök sjávarþorpa á Íslandi ?

Ég finn til með Flateyringum, við þau tíðindi að atvinna sé á leið á brott af staðnum. Vegna kvótakerfis í sjávarútvegi sem EKKI stuðlar að ATVINNU í byggðum landsins eins og lög kveða á um að skuli gera. Ég hef ekki tölu á því hve mörgum sinnum maður hefur bent á það atriði að fiskveiðstjórnarlöggjöfin gengur með framkvæmd sinni gegn laganna hljóðan. Það stendur hvergi í lögum þessum að menn hafi heimild til þess að selja sig út úr atvinnugreininni en eigi að síður er það framkvæmdin í praxís. Þarf ekki að stofna hagsmunasamtök Sjávarþorpa á Íslandi ?

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband