Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Hvers vegna vantar Umboðsmann sjúklinga á Íslandi ?

Íslenska heilbrigðiskerfið hefur ekki lotið nauðsynlegri endurskoðun sem skyldi í takt við þróun., og heildarsýn millum grunnþjónustu annars vegar og sérfræðiþjónustu hins vegar sem og þjónustu bráðasjúkrahúsa.

 Fyrst og síðast er það rekstraraðilinn, ríkið sem í raun er með of mikið á sinni könnu, í þessum efnum, þannig að enginn einn er með rekstrarlega heildaryfirsýn yfir sviðið sem hefur aftur þær birtingamyndir að skortur á fjármunum hamlar ef til vill bráðnauðsynlegri þjónustu meðan fjármunir eru settir í þjónustu sem skera mætti niður.

Hlutastörf fagaðila í heilbrigðisþjónustu kemur niður á heildarstarfssemi því ríkið tímir ekki að launa fólk sem skyldi til verka í fullri vinnu að virðist, og þjónusta við sjúklinga þrátt fyrir góðan vilja allra hlutaðeigandi verður lakari fyrir vikið.

Mjög álika endalausum starfsmannaskiptum og skorti í leikskólaþjónustu, þar sem verkefni við að fást s,s uppeldi barna er ekki verðmetið sem skyldi, fremur en hjúkrun og aðhlynning sjúkra.

Samhæfingu fólks að störfum skortir og skilvirkni minnkar því hægri höndin tekur ekki saman við þá vinstri þegar einn er að koma og annar að fara í sífellu.

Skilaboð á skilaboð ofan, bið og jafnvel misvísandi skilaboð er það sem fólk má upplifa, einn segir þetta og annar allt annað sá þriðji veiti ekki neitt og má ekki segja neitt.

Hlutfall vergra þjóðarútgjalda til heilbrigðismála af hálfu hins opinbera ætti EKKI að þurfa að þýða biðlista sjúklinga í þjónustu með réttu skipulagi og innbyrðis skiptingu fjármagns millum verkefna með faglegri forgangsröðun mála.

Hin faglega forgangsröðun þarf að byggja á því að inna af hendi lögboðna þjónustu við landsmenn sem skattgreiðiendur sem lenda í hlutverki sjúklinga hafa talið sig greiða fyrir gegnum árin hér á landi.

Með lögum skal land byggja.

kv.gmaria.

 


Ríkisstjórnin rær á REI miðin, öðruvísi er það ekki.

Nú átti lítið að fara fyrir því að henda inn útrásarfyrirtæki Lansvirkjunar Power eitthvað,  rétt fyrir jólin, svo enginn nenni að pæla í því , gömul og ný saga í pólítik.

Power til útrásar undir afskaplega álíka formerkum og í REI dæminu.

Færa á verkþekkingu úr fyritækinu yfir í útrásarverkefnið, verkþekkingu sem er hluti af ríkinu og ríkið er almenningur í landinu.

Mér segir svo hugur um að sú lagasetning sem fyrirhuguð er af stjórnarflokknunum kunni að koma í veg fyrir það sem menn eru nú að henda í gegn rétt fyrir jól.

kv.gmaria.

 


Jóla - - hvað ?

Það er mjög auðvelt og einfalt fyrir okkur konur að bregða okkur í hlutverk jólasveina, bara að líma á sig gerviskegg, og fara í múnderínguna sem tilheyrir. Mjög jólalegt en nokkuð heitt að vísu.

Þar með náum við ákveðinni jafnstöðu á við karlkyns sveina sem eru alveg eins útlítandi.

Vel þess virði að prófa.

kv.gmaria.


Um daginn og veginn.

Vaknaði snemma við símtal og skilaboð þess efnis að ég þurfti að rjúka af stað fyrst í bílferð en síðar göngutúr. Göngutúrinn var nú ekki langur en myrkur og ég upptekinn af því að vera ein á ferð á göngustígnum. Heyri ég þá allt í einu hljóð í kring um mig en sé ekki neitt í fyrstu og þetta hljóð fylgir mér eins konar kling og skellir taktfast.

Sé ég þá allt í einu kött sem fylgir mér í grasinu við hliðina á göngustígnum og um leið og ég kem auga á hann , mjálmar hann og óskar eftir athygli, leggst og veltir sér í hringi.

Ég tek af mér vettlinginn og klappa honum og held síðan áfram og auðvitað fylgir hann mér áfram og ég stoppa af og til að klappa honum.

Svo er ég kominn á leiðarenda og sný til baka og auðvitað kötturinn líka sem eltir mig alla leið að undirgöngum en ekki lengra líkt og þar sé markið sem sá hinn sami fari ekki yfir.

Mér var létt að vissu leyti þvi ég hafði verið farin að hugsa, hvað á ég að gera ef kötturinn eltir mig alla leið heim að dyrum ?

Eftir á að hyggja var kötturinn eins og himnasending sem dró huga minn frá ákveðnum hamagangi við að fást og hann bað bara um smá kærleik greyið  og fylgdi mér í myrkrinu.

kv.gmaria.


HVER á Landsvirkjun , HALLÓ, nýtt orkumálaævintýri í uppsiglingu ?

Getur það veriið að hin " nýju föt keisarans " sem saumuð voru af Orkuveitu Reykjavíkur séu hér komin í nýjan búning , hvað varðar tilfærslu orkuverkefna með þáttöku almennings í formi fyritækja erlendis með áhættu þar að lútandi.

Hvar er orkumálaráðherrrann ?

kv.gmaria.


mbl.is Landsvirkjun hefur útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt , eru viðskipti miklil um þessar stundir með kvóta, eða hvað ?

Það kemur nefnilega ekki fram í frétt þessari en fróðlegt væri að fá að vita um hvort svo sé.

 Hið frjálsa framsal hefur nefnilega lengst af verið talið aðalhvatinn að meintum hagnaði í útgerð hér á landi, í kvótakerfi því sem enn er við lýði.

kv.gmaria.


mbl.is Verð á þorskaflamarki í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna fóru halloka í Silfri Egils í dag.

Þau Illugi Gunnarsson og Kristrún Heimisdóttir voru mætt í Silfrið til Egils ásamt Siv Friðleifsdóttur og Ögmundi Jónassyni. Siv gerði sér lítið fyrir og saumaði að fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna, eins og henni er lagið varðandi stofnanatilstand annars vegar í utanríkisráðuneyti og hins vegar dómsmálaráðuneyti jafnframt bakaði hún nokkrar kökur fyrir Ögmund varðandi tilraunir Vinstri Grænna til að koma í veg fyrir bætt störf þingsins.

Kona með bein í nefinu hún Siv.

kv.gmaria.

 


Samfylking Sjálfstæðismanna, sjónarmiðamiðjumoð til að hanga í valdataumum.

Mér varð síðast hugsað til þess nú í kvöld þegar ég horfði á bláar skreytiingar á jólatrjám hér í Hafnarfirði um allt, hve táknræn mynd hér væri á ferð varðandi núverandi ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, þar sem sá fyrrnefndi var að þrotum kominn við að komast í valdasetu og hinn síðari að virtist tilbúin til að gera flest til að tryggja áframhaldandi setu við valdatauma.

Stjórnarsáttmáli afar loðinn líkt og venja er orðin var birtur en blekið var ekki þornað þegar menn hófu að tala út og suður hver um annan þveran einkum þó ráðherrar Samfylkingar við að láta ljós sitt skína úr ráðherrastólunum.

Landsmenn voru engu nær hvað menn áttu við enda misvísandi áherslur á stundum eins og það er nú skemmtilegt af hálfu þeirra er stjórna skulu landinu.

Gamalgrónir Sjálfstæðismenn farnir að hjala um jafnaðarmennsku allra handa án þess að þó festi alveg hönd á því í hverju slikt er fólgið, til að samsama sig samstarfsflokknum.

Það hefur vægast sagt verið kyndugt að fylgjast með þessari útjöfnun og miðjumoði sjónarmiða af hálfu flokkanna beggja í stjórnarsamstarfi frá sl. vori.

Skortur þess að flokkarnir báðir þori eða geti saman markað skil í því sem þarf að taka á virðist því miður algjör og niðurstaðan er miðjumoð.

kv.gmaria.


Formaður Landssambands Íslenskra Útgerðarmanna orðinn forstjóri Iceland Air.

Hver skyldi nú taka við hjá LÍÚ, af Björgólfi sem nú fer í flugrekstur úr þorskveiðum ? Kanski einhver sem sér nauðsyn þess að breyta hinu handónýta stjórnkerfi fiskveiða hér við land.

kv.gmaria.


mbl.is Icelandair í viðræðum við SAS um samstarf í fluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Góðærið " og " útrásin " allt saman Matadorpeningar úr kvótabraski í sjávarútvegi ?

Á sínum tíma komst Auðlindanefnd að þeirri niðurstöðu að leggja bæri veiðigjald á útgerðina með tilliti til auðlindanýtingar sem og til að skapa sátt,  þar sem kerfið innihélt framsal og leigu aflaheimilda útgerðamanna á milli og þessi gjaldtaka átti að skapa sátt ef ég man rétt.

Nú rjúka ríkisstjórnarflokkar þessa lands til þegar illa árar og skerðing í þorskveiðiheimildum er raunin samkvæmt rannsóknaraðilum og fella niður þetta sama gjald til að hjálpa útgerðarmönnum sem þó hafa stórgrætt á tá og fingri á öllu hinu mikla umsýslubraski með þorsk á þurru landi í sölu og leigu.

Ekki nóg með það mótvægisaðgerðapakki með opnum víxli af hálfu stjórnvalda er birtur.

Þá mega skattgreiðendur koma og borga þótt þeim hinum sömu hafi verið talin trú um það í áratugi hve ofboðslega " sjálfbært " kvótakerfið  sé .

Svo sjálfbært að það tók ekki mið af því að þorskur myndi hugsanlega minnka einhvern tíma með aðferðafræðinni sem viðhöfð var.

Hver var það aftur sem talaði um að vanda sjávarútvegsins hefði verið sópað undir teppið í formi gengisfellinga á sínum tíma ?

ER einhver munur á núverandi aðgerðum stjórnvalda og aðgerðum fyrir tíma kerfis þessa hér á landi og ef svo er hver er hann ?

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband