Stjórnarþingmaður Samfylkingar sem gegnir forsvari í ríkisstjórn landsins.

Áfengi og ræðumennska á Alþingi Íslendinga eiga ekki samleið frekar en áfengi og akstur bifreiða, flóknara er það ekki.

Þingmenn eru opinberir fulltrúar almennings í landinu og eðlilega verður að gera þá kröfu til þeirra hinna sömu að þeir axli þá ábyrgð sem skyldi.

Sjálf hef ég átt ágæt samskipti við Sigmund Erni á sviði fjölmiðla, og hann er viðmótsgóður maður og að ég tel almennt réttsýnn þótt ekki deili ég sömu áherslum og hann á sviði stjórnmála með markaðsflokknum Samfylkingu.

Ég tel hann ætti að kalla inn varamann á þing fyrir sig um tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki mundi duga fyrir mig, þessi afsökun hans.

Ég yrði einfaldlega rekinn fyrir að vera undir áhrifum í vinnuni !

Hann er Alþingi til skammar og mest sjálfum sér !

BTG (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 05:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki þori ég nú alveg að fullyrða núna en ég held að þetta sé EINSDÆMI í Íslandssögunni og lýsir ALVEG EINSTÖKU DÓMGREINDARLEYSI.  Ekki voru til GAGNRÝNNI menn á hegðan annarra en Sigmundur Ernir, þegar hann VAR FRÉTTAMAÐUR

Jóhann Elíasson, 27.8.2009 kl. 08:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Pottþétt að ef þetta hefði verið einhver annar þingmaður en
Samfylkingarinnar hefði allt orðið vitlaust. Meir að segja sjálfur þingforsetinn Ásta Ragnheiður brosti bara og lét sem ekkert væri.
Siðspilltasti og óþjóðhollasti stjórnmálaflokkur á Íslandi í dag, með blindfullann þingmann í ræðustól fjalla um eitt stærsta mál þingsögunar.
SKANDALL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir.

Það er nokkuð ljóst að Samfylkingin er ekki þess umkomin að takast á við það innanhússgagnrýni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.8.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband